Dæmi um velgengni í menntamálum: Samtal við Pasi Sahlberg og Vivien Stewart

Í kvöld kl. 20 (ísl. tíma) verður samtal við Pasi Sahlberg, sérfræðing um þróun menntunar í Finnlandi, og Vivien Stewart, sérfræðingur um þróun menntunar í Singapúr og öðrum Asíulöngum, á vef Future of Education. Nákvæmar upplýsingar um hvernig skuli tengjast inn á fundinn eru neðst í greininni.

Pasi Sahlberg hefur komið víða við á starfsævinni – hann starfaði sem kennari
í Finnlandi en hefur einnig starfað fyrir menntamálaráðuneytið í Finnlandi, Alþjóðabankann í Washington D.C., Evrópusambandið og OECD. Pasi hefur skrifað fjölda greina um menntun í Finnlandi og nýleg bók hans Finnish Lessons: What can the world learn from educational change in Finland? (2011) hefur vakið heimsathygli. Pasi er með skýr skilaboð til þeirra sem stefna að sama árangri og Finnar í menntamálum – það er að einblína ekki á það sem Finnar eru að gera þessa stundina, frekar á hvernig þeir komust í þá stöðu sem þeir eru í í dag. Menntakerfi Finna eins og það er í dag er sérsniðið að finnskum þörfum og því hæpið að ætla að það henti öðrum óbreytt. Hins vegar á breytingarsaga Finna í menntamálum mikið erindi til annarra sem vilja bæta sitt menntakerfi.

Vivien Stewart vinnur um þessar mundir með Asia Society aðallega í tengslum við alþjóðavæðing menntunnar í Asíulöndum og Bandaríkjunum. Hún hefur sérstaklega beitt sér fyrir auknum samskiptum milli Bandaríkjamanna og Asíulanda um þróun menntunar. Hún hefur m.a. unnið að því að auka kennslu í kínversku í Bandaríkjunum, skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur um menntun (Asia-Pacific Education Forum) og þróað áætlanir til að auka samstarf milli Amerískra og Asískra sérfræðinga í menntamálum. Bók Viviens, A World-Class Education: Lessons from International Experience, vakti töluverða athygli þegar hún kom út 2012.

Pasi og Vivien munu ræða um mismunandi leiðir sem hafa verið farnar í þróun menntunar víða um heim og hvað hægt er að læra af reynslu annarra í þeim efnum.

Tími: Fimmtudag, 18. apríl, 2013, kl. 20 (ísl. tíma)
Lengd: 1 hour
Hvar: Fundurinn er á netinu og fer fram í Blackboard Collaborate kerfi Future of Education. Skráið ykkur á http://www.futureofed.info. Blackboard fundarsvæðið opnar u.þ.bþ 30 mín. fyrir fundinn.
Upptaka: Fundurinn verður tekinn upp og vistaður á http://www.stevehargadon.com og http://www.futureofeducation.com.
Áframhaldandi umræður: Umræðum verður haldið áfram á vef Mightybell https://mightybell.com/spaces/44570.

 

youjizz