Monthly Archives: apríl 2013

Miðstöð skólaþróunar á Akureyri heldur árlega vorráðstefnu sína 13. apríl, 2013

Skóli og nærsamfélag -að verða þorpið sem elur upp barnið- Vorráðstefna um menntavísindi haldin á Akureyri 13. apríl 2013 á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri Að þessu sinni verður lögð áhersla á hugarfar og vinnubrögð sem þurfa að vera til staðar til að skóli geti í samspili við foreldra, umhverfi og samfélag uppfyllt þá menntastefnu sem birtist í aðalnámskrá, þ.e. stuðlað að merkingabæru námi fyrir nemendur á 21. öldinni. Frekar upplýsingar eru á vef Miðstöðvar skólaþróunar. Lesa meira »

Í dag: Ráðstefna útskriftarnema í uppeldis- og menntunarfærði við HÍ

“Allt gott í veröldinni er rakið til góðs uppeldis” Immanuel Kant Í dag, Föstudaginn 12. apríl, halda 3. árs nemar í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands ráðstefnu þar sem kynnt eru BA verkefni ásamt öðrum verkefnum. Ráðstefnan er haldin í Bratta, Stakkahlíð. Heiti ráðstefnunnar er ,,Allt gott í veröldinni er rakið til góðs uppeldis” sem er bein tilvitnun í Immanuel Kant. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt og skemmtileg, og eru lýsandi fyrir hvað nám í uppeldis- og menntunarfræðum felur í sér. Ráðstefnunni er skipt niður í þrjú þemu og er erindum raðað upp eftir viðfangsefnum þeirra. Líkamlegt og andlegt heilbrigði ... Lesa meira »

Menntamálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl. Dagskrá málþingsins er sem hér segir: Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat? Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund? Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum? Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð? Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á vef Félags heimspekikennara, www.heimspekitorg.is   Lesa meira »

Mikill áhugi á upplýsingatækni í skólastarfi á ráðstefnu 3F

Á föstudaginn 5. apríl hélt 3F-Félag um upplýsingatækni og menntun sína árlegu ráðstefnu, sem að þessu sinni bar yfirskriftina “Í skýjunum” til að vekja athygli á tæknilegar breytingar sem fylgja aukinni notkun svokallaðra “skýja” fyrir bæði gagnageymslu og tölvuvinnslu. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Upplýsingu-Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga í húsnæði HR í Nauthólsvík. Áhuginn á ráðstefnunni kom ráðstefnuhöldurum verulega á óvart og þurfti að loka fyrir skráningar daginn fyrir ráðstefnuna þegar þær voru að nálgast 250 vegna plássleysis. Þetta er u.þ.b. tvöföldun á skráningum miðað við undanfarin ár. Líklega endurspeglar þetta aukinn áhuga á notkun ... Lesa meira »

Í skýjunum – árleg ráðstefna 3F-Félags um upplýsingatækni og menntun

3F – Félag um upplýsingatækni og menntun heldur árlega ráðstefnu sína í samstarfi við Háskólann í Reykjavík á föstudaginn 5. apríl, kl. 13 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina “Í skýjunum” og verður fjallað um möguleika upplýsingatækni og samskiptamiðla í kennslu, skólaþróun og skólastjórnun. Aðgangur er ókeypis. Smelltu hér til að sjá dagskrá ráðstefnunnar. Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna. Lesa meira »

Um aðkomu ungs fólks að mótun menntastefnu

Hvernig myndi menntastefna líta út ef unga fólkið sem skólana sækir væri haft með í stefnumótun og ákvarðanatöku? Fundarhaldarar á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Laugum nýlega sendu frá sér ályktun um að: “Hafa verður samráð við ungt fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem varða málefni þeirra eins og segir í 12. gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.” Menntamál eru vissulega málefni sem ungt fólk varðar og því vert að velta fyrir sér hvernig aðkoma þess að ákvarðanatöku og stefnumótun væri best háttað. Hér á landi hefur ungt fólk fengið einhver en þó takmörkuð tækifæri til að láta ... Lesa meira »