#menntaspjall

twitter_menu

twitter

#menntaspjall

Við hvetjum þig til að taka þátt í að móta #menntaspjall með okkur sunnudaginn 15. desember á milli klukkan 11-12

 á www.twitter.com undir umræðumerkinu #menntaspjall. Við hvetjum ykkur líka til að láta aðra vita sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt.

Ingvi Hrannar Ómarsson hefur útbúið hér myndskeið þar sem hann útskýrir hvernig #menntaspjall gangi fyrir sér.

Sunnudaginn 12. janúar n.k. verður boðið upp á fyrsta formlega #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter í samstarfi við MenntaMiðju. Ætlunin er að spjallið verði annan hvern sunnudag, kl. 11, í einn klukkutíma í senn. #Menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir ýmis málefni sem tengjast menntamálum á Íslandi og gefa skólafólki hvaðanæva af landinu tækifæri til þess að læra, deila og tengjast öðrum.

Með #menntaspjall gefst tækifæri til að ‘hittast’ og ræða málefni líðandi stundar við skólafólk úr öllum bæjarfélögum sem eiga það sameiginlegt að vilja læra af og deila með öðrum þekkingu og hugmyndum um menntamál.

Áður en #menntaspjall fer formlega af stað eftir áramót verður haldið kynningar-og mótunarspjall til þess að laga spjallið að þörfum ykkar og til að fá innblástur og hugmyndir um hvernig við gerum spjallið sem skilvirkast fyrir alla. Kynningar- og mótunarspjallið verður eins konar æfingaspjall þar sem við kennum ykkur á Twitterspjall og mótum það í samræmi við ykkar væntingar og óskir.

Með #menntaspjall viljum við reyna að sameina ólíka spjallhópa um menntamál á netinu. Allir (foreldrar, kennarar, skólastjórnendur, náms-og starfsráðgjafar og fleiri) geta tekið þátt með því að skrifa #menntaspjall í leitarstikuna á Twitter og taka þátt í umræðunni.

En hvað er Twitter spjall og hvernig get ég fundið það?

 • Fyrsta spjallið okkar verður á sunnudaginn 15.desember og byrjar klukkan 11.00.
  • Mikilvægt er að muna að við skrifum #menntaspjall alltaf sem #menntaspjall (í nefnifalli) Ef umræðumerkið er skrifað öðruvísi, t.d. #menntaspjalli eða #menntaspjalls og svo framvegis, þá rata tístin ekki inn til okkar því umræðan er undir umræðuorðinu (hashtag-inu) #menntaspjall.
 • Farið inn á www.Twitter.com og slærð #menntaspjall í leitarstikuna (sjá efst). Veljið ‘All’ og þá sjást öll tístin sem innihalda umræðuorðið #menntaspjall.
 • Á fyrstu 10 mínútum spjallsins kynna allir sig, t.d mun stjórnandinn segja:
  • Góðan daginn. Ingvi Hrannar Ómarsson heiti ég, kennari frá Árskóla Sauðárkróki. Gaman að vera með ykkur hér í dag. #menntaspjall
 • Þegar allir hafa kynnt sig (um kl.11.10) munum við varpa fram fyrstu spurningunni og merkjum tístið með Q1 (fyrsta spurning); Q1: síðan kemur spurningin og að sjálfsögðu umræðumerkið #menntaspjall á eftir því annars sést spurningin ekki í umræðunni.
  • td: “Q1: Af hverju vilt þú taka þátt í Menntaspjalli? #menntaspjall”
 • Til að svara fyrstu spurningunni er smellt á ‘reply’ við spurninguna eða nýtt tíst skrifað og merkt S1 (svar við fyrstu spurningu): “S1: Skrifið ykkar vangaveltur í 140 stöfum eða minna og merkið með #menntaspjall
 • Þessar leiðbeiningar nægja vonandi til að koma ykkur inn á fyrsta #menntaspjall en spurningum verður líka svarað í spjallinu sjálfu. Munið að vera alltaf undir umræðumerkinu #menntaspjall á meðan á spjallinu stendur til að missa ekki af tísti í umræðunni. Munið líka að skrifa #menntaspjall í öllum tístum þannig að aðrir þátttakendur sjái það.

 

Hægt er að lesa um Twitter hér, leiðbeiningarnar eru í seinni hluta bloggfærslunnar: http://ingvihrannar.wordpress.com/in-icelandic/einstaklingsmidud-endurmenntun-med-twitter/

 Dæmi um #menntaspjall þar sem fólk deilir skoðunum, hugmyndum og greinum. Þetta mun halda áfram en á sunnudögum verður skipulagt spjall með ákveðnu umræðuefni.

 twitter_feed

Það væri okkur mikils virði að fá þína skoðun á hvernig #menntaspjall við viljum móta og tekið þátt í að gera það sem best. Sameinumst í að auka umræðu um menntamál samhliða því að kynnast samstarfsfólki um allt land sem hefur ótrúlegar hugmyndir og aðferðir sem eru jafnvel ólíkar þínum eigin eða þess sem er að gerast innan þíns skóla.

Þegar nær dregur 12. janúar (þegar fyrsta formlega spjallið mun fara fram) munum við birta grein um #menntaspjall og vonandi fá þig til þess að deila henni og hvetja nokkra áhugasama nýjunga-og lærdómsfúsa samstarfsmenn þína um að taka þátt.

Sjáumst á sunnudaginn 15.desember klukkan 11.00 á Twitter

undir leitarorðinu #menntaspjall

 

Ingvi Hrannar Ómarsson og Tryggvi Thayer,
stjórnendur #menntaspjall

Allar spurningar um spjallið er hægt að senda á ingvihrannar@me.com / tbt@hi.is

eða með því að senda okkur tíst á @tryggvithayer / @ingvihrannar

xvideos