Upplýsingatækni

Ókeypis námskeið um eTwinning

Landskrifstofa eTwinning býður upp á ókeypis námskeið um eTwinning áætlun um rafrænt samstarf skóla. Námskeiðið er í boði á eftirfarandi tímum: 16. maí nk. kl. 9:30-12:00. 16. maí nk. kl. 13:00-15:30. Staður: Tölvuver 101 í Gimli, Háskóla Íslands (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda). Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni. Námskeiðið kostar ekkert – boðið upp á kaffi og með því – allir kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skóla velkomið. Skráning hér – takmarkaður fjöldi. Lesa meira »

#menntaspjall tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Í dag fer fram afhending Foreldraverðlauna Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Verðlaunin eru veitt í 19. sinn. Meðal verkefna sem eru tilnefnd til verðlaunana að þessu sinni er #menntaspjall, samstarfsverkefni MenntaMiðju og Ingva Hrannars Ómarssonar. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla eru ætluð að vekja athygli á starfsemi skóla á öllum stigum og verkefnum sem styðja við samstarf skóla, foreldra og samfélags.   Lesa meira »

#menntaspjall um samfélagsmiðla í námi og kennslu

Á morgun, sunnudag 4. maí, kl. 11-12, verður #menntaspjall á Twitter um samfélagsmiðla í námi og kennslu. Gestastjórnandi #menntaspjall er að þessu sinni  Svava Pétursdóttir (@SvavaP), verkefnastjóri Náttúrutorgs og nýdoktor við Menntavísindsvið. Svava sótti þjálfun á vegum Pestalozziáætlunarinnar um notkun samfélagsmiðla til lýðræðisþátttöku síðasta vetur, síðan hefur hún rætt við og unnið með kennarahópum sem áhuga hafa haft á miðlunum í skólastarfi.  Við höfum birt spurningar með dags fyrirvara til þess að hvetja þátttakendur til að lesa í gegnum spurningarnar og undirbúa jafnvel svörin svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja. Spurningarnar verða: Hvernig ... Lesa meira »

Raffréttabréf eTwinning á Íslandi

Raffréttabréf landskrifstofu eTwinning á Íslandi fyrir apríl 2014 er komið á netið. Þar má finna fróðlegar greinar um áhugaverð eTwinning verkefni, eTwinning námskeið sem eru framundan og fréttir sem tengjast eTwinning áætluninni. Meðal efnis sem birtist í nýjasta hefti fréttabréfsins er umfjöllun um verkefni sem Leikskólinn Holt hefur tekið þátt í, vinnustofur sem haldnar verða á næstunni og kynningar á nýjum eTwinning fulltrúum sem áhugasamir geta leitað til eftir frekari upplýsingum um áætlunina. eTwinning er áætlun á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er að styðja við notkun skólafólks á upplýsingatækni í námi og kennslu. Ítarlegri upplýsingar um eTwinning áætlunina er að ... Lesa meira »

Hvað á að ræða í næsta #menntaspjall?

Næsta #menntaspjall MenntaMiðju á Twitter verður sunnudaginn, 23. mars, kl. 11-12. Umræðuefni er óákveðið og biðjum við áhugasama um að hjálpa okkur að velja með því að taka þátt í einfaldri netkosningu. Netkosningin fer fram hér og verður opinn yfir næstu helgi. Lesa meira »

Ókeypis bók danah boyd um notkun ungs fólks á samfélagsmiðlum

Út er komin ný bók eftir danah boyd um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, It’s Complicated: The social lives of networked teens. Hægt er að hlaða bókinni niður ókeypis á vef boyd hér: http://www.danah.org/books/ItsComplicated.pdf danah boyd er þekkt fyrir áhugaverðar rannsóknir hennar á notkunarvenjum ungs fólks á neti og stafrænum miðlum. Hún tók þátt í rannsóknarteymi sem gaf út bókina Hanging Out, Messing Around and Geeking Out: Kids Living and Learning with New Media og var það grunnurinn að doktorsverkefni hennar. Sú bók er einnig fáanleg ókeypis á netinu. Í þessari nýju bók segir sérstaklega frá rannsóknum boyd á áhrifum samfélagslegra ... Lesa meira »

Vinnustofa um siðferði á netinu

MenntaMiðja býður upp á vinnustofu um siðferði á netinu föstudaginn, 7. mars, kl. 15, í stofu H201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð. Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins síðastliðinn nóvember. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Vinnustofan er ætluð kennurum á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólastigi og öðru áhugafólki um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Titill vinnustofunnar: „Virðing í netmiðlum“ Í vinnustofunni ... Lesa meira »

Menntabúðir: Múkk, múður og miklu meira!

Þriðjudaginn, 25. febrúar, kl. 16-18, standa UT-Torg og MenntaMiðja fyrir menntabúðum í samstarfi við Fagaðila og framhaldsnema í upplýsingatækni og miðlun, RANNUM og Menntasmiðju Menntavísindasviðs HÍ. Menntabúðirnar verða haldnar í stofu H207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð. Þátttaka er ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá sig hér. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Mikil vakning er í tengslum við fjarnám, vefnám, spjaldtölvur, innleiðingu nýrrar aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg áhugaverð þróunarverkefni eru í gangi úti í skólunum sem vert er ... Lesa meira »

#menntaspjall um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum

Fjórða #menntaspjall MenntaMiðju verður haldið næsta sunnudag, 23. febrúar, kl. 11-12. Að þessu sinni verður rætt um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum. Gestastjórnandi er Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri á landskrifstofu eTwinning áætlunar ESB, sem er íslensku skólafólki að góðu kunn. Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig og væri sérstaklega gott að vísa á vefi alþjóðlegra verkefna sem íslenskt skólafólk hefur komið að. Spurt verður: 1. Lýsið alþjóðlegum verkefnum tengdum skólastarfi sem þið hafið tekið þátt í. 2. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf  haft fyrir skóla þinn, þig persónulega, eða stofnun sem þú starfar við? En fyrir íslenskt skólastarf almennt? ... Lesa meira »

Vendikennsla.is: Ókeypis hýsing á námsefni fyrir kennara

Námsgagnastofnun hefur opnað vefinn Vendikennsla.is. Á vefnum geta kennarar hýst efni til notkunnar fyrir vendikennslu og deilt með öðrum kennurum. Markmiðið er að hvetja kennara til að deila námsefni og um leið bjóða upp á innlenda hýsingu fyrir íslenskt námsefni. Öllum er heimilt að birta efni tengt vendikennslu á síðunni. Efnið verður ekki ritstýrt né ritskoðað og þarf það því að vera tilbúið til útgáfu þegar það er sent inn. Eigendur efnis þurfa einnig að staðfesta höfundarrétt með útfyllingu á eyðublaði. Umsjón með vefnum hefur Ellen Klara Eyjólfsdóttir hjá Námsgagnastofnun. Lesa meira »