Upplýsingatækni

#menntaspjall um framtíð skóla

Þriðja #menntaspjall verður á sunnudaginn, 9. febrúar, kl. 11-12. Örar tæknilegar framfarir og breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið og þrýstir á um breytingar í skólakerfinu. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að margir eru byrjaðir að huga alvarlega að skólakerfi framtíðarinnar, hvernig skólakerfið þarf, eða getur, breyst á næstu áratugum. Í #menntaspjall að þessu sinni ætlum við að ræða um framtíð skóla og menntunar. Stjórnandi er Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, sem hefur stúderað framtíðarfræði í tengslum við mótun skóla og menntunar í doktorsnámi sínu. Spurningarnar fyrir spjallið eru (kemur í ljós hvað við komumst í gegnum): Hvar verður skóli ... Lesa meira »

First Lego League keppni haldin í áttunda sinn

  First Lego League (FLL) keppni grunnskólanemenda fór fram í Háskólabíóí um síðustu helgi. Liðið 0% frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði sigraði keppnina og fær þar með rétt til þátttöku á Evrópumóti FLL sem fer fram í Pamplona á Spáni í lok maí. FLL er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun. Eitt helsta viðfangsefni samstarfsaðila er að standa fyrir samkeppni í þátttökulöndum þar sem krakkar á aldrinum 9-16 ára leysa þrautir með tölvustýrðu Lego. Keppnin í ár er haldin í áttunda sinn og er umsjón í höndum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Menntavísindasviðs ... Lesa meira »

Framtíðarmiðuð stefnumótun í upplýsingatæknimálum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð nýlega fyrir stefnumótunarfundi um upplýsingatækni í leik-, grunn- og framháldsskólum. Fundurinn er liður í víðtækari mótun stefnumarkmiða og aðgerðaráætlunnar um þekkingaruppbyggingu í UT. Í stefnumótunarvinnunni sem fór fram á fundinum voru notaðar framtíðarmiðaðar aðferðir til þess að stuðla að framsýni og mótun langtímamarkmiða. Meðal þátttakenda voru fulltrúar skóla, nemenda, fræðasamfélags, fagfélaga, atvinnulífs og fleiri. Fundargestum var skipt í hópa og fékk hver hópur sviðsmynd sem lýsir stöðu menntunnar árið 2024. Sviðsmyndirnar voru unnar upp úr viðtölum við aðila sem tengjast menntamálum með einum eða öðrum hætti. Fjórar sviðsmyndir voru lagðar til grundvallar hugmyndavinnu hópana sem hver ... Lesa meira »

Ókeypis vefnámskeið um 1:1 tölvunotkun í skólastarfi

Á vef Education Week er fjöldi ókeypis netnámskeiða um ýmislegt sem viðkemur kennslu og skólastarfi. Á miðvikudaginn, 5. febrúar, kl. 10-11 (að íslenskum tíma) verður áhugavert námskeið um svokalla “1:1 tölvunotkun” (þ.e.a.s. ein tölva á mann) sem felst í að hver nemandi, kennari og starfsmaður skóla hefur eigin tölvu til nota í námi og starfi, sem oftast er úthlutað af skólanum eða viðkomandi svæðisskrifstofu skólamála. Umræða um 1:1 tölvunotkun hefur aukist töluvert á síðustu misserum með tilkomu spjaldtölva sem þykja ódýrari og hentugri kostur til slíks en dýrar og fyrirferðamiklar fartölvur. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Google og er ... Lesa meira »

Námsgagnastofnun mun bjóða upp á innlenda hýsingu fyrir efni í vendikennslu

Námsgagnastofnun vinnur nú að því að setja upp vef þar sem íslenskir kennarar munu geta vistað myndskeið og annað margmiðlunarefni til nota í vendikennslu. Efnið verður hýst hjá Advanía á Íslandi og verður þá hægt fyrir kennara og nemendur að sækja efni þeim að kostnaðarlausu og án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Vandamálið með erlent niðurhal hefur verið til umræðu meðal íslenskra kennara. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði tilbúinn til notkunnar á næstu vikum. Þetta verður kynnt betur á næstunni. Tengiliður hjá Námsgagnastofnun er Ellen Klara Eyjólfsdóttir   Lesa meira »

Samantekt frá fyrsta #menntaspjall ársins um tækni í skólastarfi

Fyrsta #menntaspjall ársins fór fram í morgun, 12. janúar. Umfjöllunarefnið var tækni í skólastarfi. Gestastjórnandi var Ragnar Þór Pétursson og sá hann um að stýra umræðum og leggja fram áleitnar spurningar. Þátttaka var sérlega góð og voru um 400 tíst send manna á milli á þeirri klukkustund sem umræðurnar stóðu yfir. Hér fyrir neðan má sjá samantekt af Twitter. Næsta #menntaspjall verður sunnudaginn, 26. janúar, kl. 11. Umræðuefni verður kynnt síðar. Lesa meira »

Ragnar Þór Pétursson stýrir #menntaspjall sunnudaginn 12. janúar

Á morgun, sunnudaginn, 12.janúar, kl. 11, verður #menntaspjall á Twitter. Gestastjórnandi að þessu sinni er Ragnar Þór Pétursson og umræðuefnið tækni í skólastarfi. #menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um skólamál á Íslandi um hin ýmsu málefni. Skipulagt spjall stendur í um klukkustund en greinar, myndir, vangaveltur, spurningar og hugmyndir má þó setja inn í umræðuna hvenær sem er. Sjá frekari upplýsingar hér. Lesa meira »

FabLab í Reykjavík

Í gær fékk MenntaMiðja að heimsækja nýtt FabLab sem er að verða til í Eddufelli í Breiðholti. Nú stendur yfir mikil undirbúningsvinna og gert ráð fyrir opnun um lok jánúar. Þegar ég mætti á staðinn var námskeið fyrir kennara í hverfinu í gangi. Þar voru þeir að læra að útbúa verk fyrir leiserskurðavélina sem var svo skorið út úr plastplötu. Það var mjög skemmtilegt að fá að fylgjast með ferlinu frá hugmynd til tölvuskjals sem varð loks fýsiskur hlutur sem mátti handleika og skoða frá öllum sjónarhornum. Það er greinilegt að það eru ótrúlegir og ótal möguleikar sem felast í ... Lesa meira »

#menntaspjall

#menntaspjall Við hvetjum þig til að taka þátt í að móta #menntaspjall með okkur sunnudaginn 15. desember á milli klukkan 11-12  á www.twitter.com undir umræðumerkinu #menntaspjall. Við hvetjum ykkur líka til að láta aðra vita sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt. Ingvi Hrannar Ómarsson hefur útbúið hér myndskeið þar sem hann útskýrir hvernig #menntaspjall gangi fyrir sér. Sunnudaginn 12. janúar n.k. verður boðið upp á fyrsta formlega #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter í samstarfi við MenntaMiðju. Ætlunin er að spjallið verði annan hvern sunnudag, kl. 11, í einn klukkutíma í senn. #Menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir ýmis málefni sem tengjast menntamálum á ... Lesa meira »

Hvað er hönnunarsmiðja?

Þann 20. nóvember bjóða MenntaMiðja og RANNUM upp á hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar undir handleiðslu Virajita Singh, sérfræðingi við Háskólann í Minnesóta (sjá frekari upplýsingar um hönnunarsmiðjuna og skráningu hér). Á hönnunarsmiðjum er megin markmiðið að skapa frjóan vettvang þar sem þátttakendur greina og móta umræður um sameiginleg viðfangsefni. Notaðar eru aðferðir sem eiga rætur í hönnunargreinum, e.o. vöruþróun og arkitektúr, sem miða að því að virkja sköpunarkraftinn sem býr í fjölbreytni þátttakenda. Hönnunarnálgunin sem er notuð hefur gefið góða raun í margvíslegum verkefnum sem spanna allt frá þróun nýrra vara og þjónustu til stefnumótunar og jafnvel mótunar ... Lesa meira »