Upplýsingatækni

MenntaMiðja og Sérkennslutorg í nýjasta hefti Tölvumála

Nýtt tölublað Tölvumála, tímarit Skýrslutæknifélagsins, er komið út. Að þessu sinni er áhersla lögð á hagnýtingu upplýsingatækninnar. Meðal greina eru tvær sem fjalla um starfsemi MenntaMiðju og torga: ein eftir Tryggva Thayer, verkefnisstjóra MenntaMiðju, um MenntaMiðju og gagnsemi samfélagsmiðla fyrir símenntun og starfsþróun skólafólks; og ein eftir Hönnu Rún Eiríksdóttur um Sérkennslutorgið og notkun spjaldtölva og smáforrita í sérkennslu. Lesa meira »

Frjóir Fimmtudagar – Menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu

Fimmtudagana 31. október, 7. nóvember og 21. nóvember kl. 16-18 verða haldnar  menntabúðir  í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í hvert skipti til að auðvelda utanumhald og skipulagningu. Smelltu á dagsetningarnar til að skrá þig 31. október, 7. nóvember, 21. nóvember. Mikil vakning er í tengslum við spjaldtölvur í skólastarfi og fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi úti í skólunum varðandi upplýsingatækni og nýjar aðalnámsskrár. Áhersla verður lögð á tengslamyndun fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu ... Lesa meira »

MenntaMiðja og UT-Torg heimsóttu kennara á Vestfjörðum

Á föstudaginn 6. september heimsóttu fulltrúar MenntaMiðju og nýja UT-Torgsins vestfirska kennara á haustþingi kennarafélagsins í Bolungarvík. Þar gafst tækifæri til að kynna fyrir kennurum hugmyndafræði og starfsemi MenntaMiðju, UT-Torgsins og þeirra fjölmörgu starfssamfélaga á sviði upplýsingatækni í námi og kennslu. Áhugaverðast var þó að spjalla við skólafólk um áhugaverð verkefni sem þar eru í gangi og stöðu í upplýsingatæknimálum almennt. Efst á baugi voru nýja stafræna smiðjan (Fab-Lab) sem hefur verið opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði og spjaldtölvuvæðing sem hrint hefur verið af stað með veglegum gjöfum frá fyrirtækjum á svæðinu. Á stafrænu smiðjunni eru þríviddar prentari og önnur framleiðslutæki ... Lesa meira »

Opin námskeið CPDLab fyrir skólafólk

CPDLab er samstarfsverkefni Evrópska skólanetsins og fleiri samstarfsaðila sem er ætlað að þróa opin námskeið fyrir kennara um notkun smarttaflna, netöryggi og sviðsmyndagerð um skólastofu framtíðarinnar. Verkefninu er u.þ.b. að ljúka og námskeiðin verða gerð aðgengileg á netinu innan tíðar. Afurðir verkefnisins verða kynntar á nokkrum opnum veffundum í september, 2013. Veffundirnir eru opnir öllum en þátttakendur þurfa að skrá sig. Skráningarform og frekari upplýsingar eru hér. Lesa meira »

Tilbúin fyrir tæknina? Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun vel sótt

Þann 14. ágúst héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ráðstefnu í Norðlingaskóla í Reykjavík undir yfirskriftinni Tilbúin fyrir tæknina? Ráðstefnan var mjög vel sótt enda mikið af áhugaverðum erindum um sóknarfæri og álitamál tengd nútímatækni og skólastörf. Opnunarerindi Ragnars Þórs Péturssonar, Nátttröll í nýju ljósi, vakti sérstaklega athygli. Það má lesa hér. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og ráðstefnugögn. Öll erindi sem flutt voru á ráðstefnunni verða aðgengileg á skolathroun.is innan tíðar. Lesa meira »

eTwinning vinnustofa fyrir stærðfræðikennara – STYRKIR í boði fyrir 10 til 15 íslenska þátttakendur

Landskrifstofa eTwinning stendur fyrir símenntunarvinnustofu fyrir stærðfræðikennara á grunn- og framhaldsskólastigi í Reykjavík 31.10.-2.11 2013. Áhugasamir sækja um til Landskrifstofu eTwinning á Íslandi – UMSÓKNARFRESTUR er til og með 25. ágúst nk. Smellið hér til að sjá DAGSKRÁ og UMSÓKNARFORM Þessi vinnustofu veitir stærðfræðikennurum gott tækifæri fyrir til að kynna sér upplýsingatækni, eTwinning og finna samstarfsaðila fyrir eTwinning verkefni. Búist er við að um 80 kennarar víðsvegar að úr Evrópu taki þátt. Lesa meira »

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir þörf á nýjum kennsluaðferðum á öllum skólastigum

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í ræðu við brautskráningu skólans um síðustu helgi að þörf er á víðtækum breytingum í menntakerfinu til að “tryggja frjóan jarðveg fyrir … nýsköpun og á sama tíma aukna verðmætasköpun”. Kristín sagði meðal annars að þörf væri á að endurnýja kennsluaðferðir á öllum skólastigum til að tryggja að kennarar geti nýtt sér nýjustu upplýsingatækni. Nefndi hún að endurskipulagning kennaramenntunar innan Háskóla Íslands taki mið af þessu. Ræðu rektors má lesa í heild hér. Lesa meira »

Stofnum UT Torg – starfssamfélag skólafólks um upplýsingatækni

Til stendur að stofna Upplýsingatæknitorg (UT Torg) sem mun starfa með MenntaMiðju. UT torgið á að styðja við notkun upplýsingatækni í skólasamfélaginu.Við bjóðum áhugasömum á hugmyndafund í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í dag þriðjudaginn 11. júní kl. 14:00. Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum um markmið, efnistök, útfærslu og mögulegum verkefnum torgsins. Vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 16:00 mánudaginn 10. júní. Smelltu hér til að skrá þig. Lesa meira »

Vefmálstofa um sýndarveruleika í skólastarfi sem fer fram í sýndarveruleika

Á morgun, miðvikudag 15. maí kl. 17-18 (að íslenskum tíma), stendur iTec (Evrópskt samstarfsverkefni sem tengist European Schoolnet) fyrir vefmálstofu um notkun sýndarveruleika í skólastarfi. Aðgangur er opinn öllum að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að skrá sig. Vefmálstofan fer sjálf fram í sýndarumhverfinu EdMondo, sem hefur verið sérstaklega hannað með skólastarf í huga. Þátttakendur þurfa því að sækja og setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tekið þátt. Ath. að gott er að gefa sér svolítinn tíma til að undirbúa þátttöku. Þátttakendur þurfa fyrst að skrá sig sem EdMondo notendur (sjá hér). Svo sækja þeir sérstakan hugbúnað til þess að ... Lesa meira »

Vendikennsla í HÍ

Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ sagði nýlega frá reynslu sinni af því að venda kennslu á fundi Kennslumiðstöðvar HÍ. Nemendur í námskeiðum sem Anna Helga kennir eru bæði fjölmennir og fjölbreyttir – um 200 nemendur úr ferðamálafræði, lífefnafræði, lyfjafræði, jarðfræði og fleiri námsbrautum. Í kennslustundum notar Anna Helga hugbúnaðinn Socrative til að virkja nemendur. Með Socrative leggur Anna Helga spurningar fyrir nemendur sem svara með tölvum sínum eða símum. Kennarinn fylgist með svörum nemenda og fær góða yfirsýn yfir stöðu nemenda. Upptaka af erindi Önnu Helgu má sjá hér fyrir neðan eða á vef ... Lesa meira »