Kennsluaðferðir

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir þörf á nýjum kennsluaðferðum á öllum skólastigum

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í ræðu við brautskráningu skólans um síðustu helgi að þörf er á víðtækum breytingum í menntakerfinu til að „tryggja frjóan jarðveg fyrir … nýsköpun og á sama tíma aukna verðmætasköpun“. Kristín sagði meðal annars að þörf væri á að endurnýja kennsluaðferðir á öllum skólastigum til að tryggja að kennarar geti nýtt sér nýjustu upplýsingatækni. Nefndi hún að endurskipulagning kennaramenntunar innan Háskóla Íslands taki mið af þessu. Ræðu rektors má lesa í heild hér. Lesa meira »

Vefmálstofa um sýndarveruleika í skólastarfi sem fer fram í sýndarveruleika

Á morgun, miðvikudag 15. maí kl. 17-18 (að íslenskum tíma), stendur iTec (Evrópskt samstarfsverkefni sem tengist European Schoolnet) fyrir vefmálstofu um notkun sýndarveruleika í skólastarfi. Aðgangur er opinn öllum að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að skrá sig. Vefmálstofan fer sjálf fram í sýndarumhverfinu EdMondo, sem hefur verið sérstaklega hannað með skólastarf í huga. Þátttakendur þurfa því að sækja og setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tekið þátt. Ath. að gott er að gefa sér svolítinn tíma til að undirbúa þátttöku. Þátttakendur þurfa fyrst að skrá sig sem EdMondo notendur (sjá hér). Svo sækja þeir sérstakan hugbúnað til þess að ... Lesa meira »

Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 – 16:30. Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London. Dagskrá verður auglýst síðar á vef Náttúrutorgs. Lesa meira »

Vendikennsla í HÍ

Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ sagði nýlega frá reynslu sinni af því að venda kennslu á fundi Kennslumiðstöðvar HÍ. Nemendur í námskeiðum sem Anna Helga kennir eru bæði fjölmennir og fjölbreyttir – um 200 nemendur úr ferðamálafræði, lífefnafræði, lyfjafræði, jarðfræði og fleiri námsbrautum. Í kennslustundum notar Anna Helga hugbúnaðinn Socrative til að virkja nemendur. Með Socrative leggur Anna Helga spurningar fyrir nemendur sem svara með tölvum sínum eða símum. Kennarinn fylgist með svörum nemenda og fær góða yfirsýn yfir stöðu nemenda. Upptaka af erindi Önnu Helgu má sjá hér fyrir neðan eða á vef ... Lesa meira »

Myndskeið um vendikennslu (spegluð kennsla)

Hjá Keili hafa fjölmargir kennarar verið að „venda“ sinni kennslu. Vendikennsla felst í að nota tækni til að miðla fyrirlestrum og annarri innlögn til nemenda. Þá getur kennari notað tímann sem hann hefur með nemendum í kennslustofunni til að vinna verkefni í samstarfi við kennara og samnemendur. Keilir hefur gert 8 áhugaverð myndskeið um reynslu kennara og nemenda af vendaðri kennslu. Myndskeiðin eru öll aðgengileg á Youtube rás Keilis. [youtube=http://www.youtube.com/playlist?list=PLhSAGcAldjBEW1aUspTSeTHJBP_sWgd12&w=450] Smellið á „Playlist: Spegluð kennsla“ í glugganum fyrir ofan til að sjá hin myndskeiðin í safninu. Lesa meira »

Sýning á skapandi lokaverkefnum til B.Ed. prófs.

Staður: Kletti (Stakkahlíð) Tími: föstudaginn, 19. apríl, kl. 16-18.30 Haustið 2012 var nemendum í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ boðið þá nýjung að ljúka B.Ed. námi með hópverkefni frekar en hefðbundna námsritgerð. Afrakstur fyrstu nemenda sem kusu að fara þessa leið er til sýnis í Kletti í húsnæði menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 16-18.30 í dag. Lesa meira »