Rannsóknir

MenntaMiðja samstarfsaðili í Erasmus+ verkefni um vendikennslu

MenntaMiðja er meðal samstarfsaðila sem fengu úthlutaðan styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins í sumar til verkefnisins Flipped Learning in Praxis (FLIP). Tilgangur verkefnisins er að þróa handbók um innleiðingu vendináms (e. flipped learning) fyrir kennara sem starfa í Evrópu. Verkefnisstjórn er í höndum Keilis, sem er mjög við hæfi enda hefur sú stofnun verið leiðandi í þróun og upptöku vendináms hér á landi. Auk Keilis eru samstarfsaðilar eftirfarandi: Mentor (Ísland) Háskóli Íslands – MenntaMiðja (Ísland) Sofatutor (Þýskaland) University of London – Institute of Education (Bretland) Sandvika High School (Noregur) Miska (Slóvenía) Consorzio Lavoro e Ambiente (Ítalía) Giunti Scuola (Ítalía) Verkþættir ... Lesa meira »

Ný skýrsla OECD um nýsköpun í skólastarfi

OECD sendi nýverið frá sér skýrsluna Measuring innovation in education: A new perspective. Í henni er sjónum beint að nýsköpun í skólastarfi og kynntar niðurstöður úr víðtækri könnun á nýsköpun í skólastarfi. Áhugi á nýsköpun í skólastarfi hefur aukist töluvert á undanförnum árum og er til marks um það að margar stefnubreytingar undanfarinna ára eru sérstaklega ætlaðar að auka svigrúm skólafólks í starfi og hvetja þannig til nýsköpunar. En vantað hefur að skilgreina nákvæmlega hvað telst til nýsköpunar í skólastarfi og hvernig meta skuli árangur. Skýrsluhöfundar taka á þessum erfiðu viðfangsefnum og leggja grunn að frekari umræðu um þessi mál. ... Lesa meira »

Upptökur af málstofu um TALIS könnun OECD og umræður komnar á netið

Þann 25. júní voru niðurstöður nýrrar TALIS könnunar OECD birtar. Bein útsending frá málstofu um niðurstöðurnar var til sýnis á vef MenntaMiðju og gátu áhorfendur um leið fylgst með umræðum áhugafólks um víðan heim sem fram fóru á Twitter. Fyrir þá sem misstu af þessum mikilvæga og fróðlega viðburði birtum við hér upptöku af málstofunni og samantekt af umræðunum sem fram fóru á Twitter. Lesa meira »

Líflegar umræður um TALIS niðurstöður á vef MenntaMiðju

Í gær, 25. júní, voru niðurstöður nýrrar TALIS könnunar OECD birtar um heim allan. Í því tilefni efndi Education Fast Forward (EFF), í samstarfi við OECD og aðra, til málstofu á netinu um niðurstöðurnar og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir kennara, stefnumótendur og aðra sem koma að menntamálum. Frummælendur málstofurnar voru staðsettir víða í heimi, m.a. París, Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum, og Suður-Afríku. Áhugasamir gátu fylgst með beinni útsendingu á netinu og tekið þátt í umræðum á Twitter og voru umræðurnar mjög líflegar á köflum. Í tilefni af þessum mikilvæga viðburði var vefsíðu MenntaMiðju breytt til að auðvelda fólki að fylgjast ... Lesa meira »

Niðurstöður úr nýrri TALIS könnun verða kynntar á miðvikudaginn

Niðurstöður úr nýrri TALIS (Teacher and Learning International Survey) könnun verða kynntar á miðvikudaginn, 25. Júní. TALIS könnunin er verkefni á vegum OECD og nær hún nú til 34 landa, þar með talið Ísland. Könnunin er send til skólastjóra og kennara í þátttökulöndum og er spurt um kennsluhætti, starfsþróun skólafólks, skólaumhverfi, og fleira. Könnunin var áður framkvæmd árið 2008 og var Ísland þá meðal 24 þátttökulanda. TALIS könnunin frá 2008 leiddi ýmislegt áhugavert í ljós um kennsluhætti og starfsumhverfi kennara á Íslandi. M.a. kom fram að íslenskir kennarar aðhyllast hugsmíðahyggju í töluvert meira mæli en starfssystkini í öðrum löndum. Einnig kom ... Lesa meira »

Ókeypis bók danah boyd um notkun ungs fólks á samfélagsmiðlum

Út er komin ný bók eftir danah boyd um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, It’s Complicated: The social lives of networked teens. Hægt er að hlaða bókinni niður ókeypis á vef boyd hér: http://www.danah.org/books/ItsComplicated.pdf danah boyd er þekkt fyrir áhugaverðar rannsóknir hennar á notkunarvenjum ungs fólks á neti og stafrænum miðlum. Hún tók þátt í rannsóknarteymi sem gaf út bókina Hanging Out, Messing Around and Geeking Out: Kids Living and Learning with New Media og var það grunnurinn að doktorsverkefni hennar. Sú bók er einnig fáanleg ókeypis á netinu. Í þessari nýju bók segir sérstaklega frá rannsóknum boyd á áhrifum samfélagslegra ... Lesa meira »

Niðurstöður PISA 2012

Uppfært kl. 15, 3. desember Niðurstöður PISA 2012 eru nú aðgengilegar á vef OECD (smellið hér). Haldinn verður vef-málstofa um PISA 2012 með Andreas Schleicher, forstöðumanni menntamáladeildar OECD, 4. desember, kl. 19 að íslenskum tíma. Málstofan er opin öllum en þátttakendur skulu skrá sig hér: https://oecdwash.webex.com/oecdwash/onstage/g.php?t=a&d=662152458 [ELDRA: Í dag kl. 10 að íslenskum tíma verða niðurstöður PISA 2012 kynntar. Bein vefútsending verður frá blaðamannafundi um PISA 2012 hér: http://scic.ec.europa.eu/streaming/index.php?es=2&sessionno=0c7119e3a6a2209da6a5b90e5b5b75bd] Lesa meira »

Sérkennslutorg: Fræðsludagur íslenskra sérkennara

Sérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. nóvember. Ánægjulegt var að hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar. Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsi var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. ... Lesa meira »

ADEPTT kennslulíkan fyrir frumkvöðlamennt í skólastarfi

Við höfum áður sagt frá þessu spennandi samstarfsverkefni sem miðar að því að búa til kennslulíkan fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nú er verkefninu lokið og kennslulíkanið aðgengilegt á vef verkefnisins. ADEPTT er evrópskt samstarfsverkefni Spánverja, Portúgala, Flæmskumælandi Belga, Þjóðverja, Walesbúa, Norðmanna, og Íslendinga. Fulltrúar Íslendinga eru Svanborg Rannveig Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir hjá Háskóla Íslands. ADEPTT kennslulíkanið á íslensku (PDF skjal) Lesa meira »

Diane Ravitch gefur út nýja bók

Diane Ravitch, menntunarfræðingur við New York Háskólann, gaf nýlega út bókina Reign of Error, þar sem hún gagnrýnir umræðu um menntamál í Bandaríkjunum og sérstaklega kröfur um að einkavæðing skóla sé helsta lausnin á vandanum. Í þessu viðtali við hinn bráðskemmtilega John Stewart talar hún um bókina sína og hvernig gögn um námsárangur bandarískra ungmenna hafa verið rangtúlkuð til að rökstyðja ýktar yfirlýsingar um krísur í skólamálum (sjá fyrri hluta hér og seinni hluta hér). Ravitch er líka dugleg að senda frá sér fróðlegar upplýsingar á bloggi og Twitter sem snúast fyrst og fremst um menntamál í Bandaríkjunum en geta ... Lesa meira »