Rannsóknir

Sýning á skapandi lokaverkefnum til B.Ed. prófs.

Staður: Kletti (Stakkahlíð) Tími: föstudaginn, 19. apríl, kl. 16-18.30 Haustið 2012 var nemendum í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ boðið þá nýjung að ljúka B.Ed. námi með hópverkefni frekar en hefðbundna námsritgerð. Afrakstur fyrstu nemenda sem kusu að fara þessa leið er til sýnis í Kletti í húsnæði menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 16-18.30 í dag. Lesa meira »

Fjöldi verkefna sem nýtast í menntun fá styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Rannís tilkynnti nýlega um úthlutanir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meðal verkefna sem verða styrkt þetta árið eru fjölmörg sem tengjast menntun beint eða gætu nýst skólafólki með einhverjum hætti. Hér eru nokkur dæmi: PhotoCube: Hugbúnaður sem leyfir notanda að flokka og raða margmiðlunarefni í stórum söfnum í þrívíðu rúmi. Fótboltahermir fyrir spjaldtölvur sem kennir börnum forritun og stærðfræði. Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskóla byggt á íslenskum fornkvæðum. Menntavitinn: Þróun námsefnis tengt hafinu og tengdum iðnaði og þróun. Rafrænt námsefni um íslensk handrit. Myndræn málfræði fyrir börn greind með einhverfu og málhömlun. Íslenska Listasöguspilið. Og margt fleira. Listi yfir öll verkefni sem hlutu styrk ... Lesa meira »