Samfélög

#menntaspjall um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum

Fjórða #menntaspjall MenntaMiðju verður haldið næsta sunnudag, 23. febrúar, kl. 11-12. Að þessu sinni verður rætt um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum. Gestastjórnandi er Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri á landskrifstofu eTwinning áætlunar ESB, sem er íslensku skólafólki að góðu kunn. Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig og væri sérstaklega gott að vísa á vefi alþjóðlegra verkefna sem íslenskt skólafólk hefur komið að. Spurt verður: 1. Lýsið alþjóðlegum verkefnum tengdum skólastarfi sem þið hafið tekið þátt í. 2. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf  haft fyrir skóla þinn, þig persónulega, eða stofnun sem þú starfar við? En fyrir íslenskt skólastarf almennt? ... Lesa meira »

Tungumálatorg: Vefur Alþjóðadags móðurmálsins

Nýjasti vefurinn á Tungumálatorginu er tileinkaður Alþjóðadegi móðurmálsins. Vefurinn verður nýttur til að safna saman efni er tengist þessum mikilvæga og árvissa viðburði. Skoða vef Alþjóðadags móðurmálsins Hugmyndabanki í vexti Tungumálaforðinn á Íslandskorti Skrá tungumálaforða skóla Árið 2014 tengjast ýmsir … Lesa meira → Lesa meira »

Starfsmenntatorg: Málstofa um tengingu vinnustaðanáms og skóla

Tími: Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00-17:30 Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðað er til málstofunnar sem hluta af fundarröð um starfsmenntun að frumkvæði Jóns Torfa Jónassonar. Vinsamlegast áframsendið fundaðboðið á áhugasama. Til að hefja umræður mun Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtökum iðnðarins, fjallar um framtíðarsýn iðnaðarins á fjölda vinnustaðanámsplássa úti í atvinnulífinu og Ólafur Jónsson, IÐUNNI, kynnir nýtt markaðstorg um vinnustaðanám, www.vinnustaðanám.is þar sem nemendur og fyrirtæki geta mæst. Í framhaldinu verða vonandi líflegar umræður þátttakenda í málstofunni undir stjórn fundarstjóra. Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samtökum atvinnulífsins Lesa meira »

Heimspekitorg: Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00 Nánari staðsetning: Bíó Paradís Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa. Sjá vef Heimspekitorgs: http://heimspekitorg.is/salvor-nordal-i-kaffihusaspjalli-i-bio-paradis/ Lesa meira »

Tungumálatorg: Alþjóðadagur móðurmálsins

Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Móðurmál – Félag tvítyngdra barna, Kennarasamband Íslands,Reykjavíkurborg … Continue reading → Lesa meira »

Náttúrutorg: Myndir úr starfi Náttúrutorgs

Stofnað hefur verið myndasafn á Flickr til að halda utanum allar þær myndir sem við tökum í Menntabúðum og annarri starfsemi Náttúrutorgs. Gjörið svo vel og skoðið: Lesa meira »

Stærðfræðitorg opnar á degi stærðfræðinnar

Um leið og við óskum stærðfræðikennurum til hamingjum með dag stærðfræðinnar, bjóðum við þeim velkomna í samfélag torga á MenntaMiðju. Í dag opnar Stærðfræðitorg, starfssamfélag stærðfræðikennara. Auk vefsvæðis Stærðfræðitorgs á MenntaMiðju er öflugt samfélag stærðfræðikennara einnig virkt í Facebook hópnum Stærðfræðikennarinn. Lesa meira »

UT-Torg: UT messan 2014

Föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar verður UT messan haldin í 4. sinn í Hörpu. Skýrslutæknifélagið stendur að messunni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök Iðnaðarins. Föstudagurinn er skipulagður fyrir ráðstefnu og sýningu fyrir tölvufólk og  er dagskráin glæsileg að vanda og skiptist í 10 þemalínur. Þ.e. Stjórnunarmessa, Forritunarmessa, Rekstrarmessa, Fjarskiptamessa, Menntamessa, Framtíðarmessa, Verkefnastjórnunarmessa, Gagnamessa, Öryggismessa og Opinbermessa. Í Menntamessunni verður einn fyrirlesturinn helgaður UT-torgi, fjallað verður um Lesa meira »

Stærðfræðitorg: Getur stærðfræðikennsla verið tæki til að efla mannréttindi?

Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar Barbara um rétt allra til að skilja stærðfræði og geta notað hana til þess leysa viðfangsefni sem mæta þeim í lífi og starfi. Hún beinir sjónum sérstaklega að kennslu, hvað það merkir að kenna stærðfræði, hvað einkennir góða stærðfæðikennslu og ... Lesa meira »

#menntaspjall um framtíð skóla

Þriðja #menntaspjall verður á sunnudaginn, 9. febrúar, kl. 11-12. Örar tæknilegar framfarir og breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið og þrýstir á um breytingar í skólakerfinu. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að margir eru byrjaðir að huga alvarlega að skólakerfi framtíðarinnar, hvernig skólakerfið þarf, eða getur, breyst á næstu áratugum. Í #menntaspjall að þessu sinni ætlum við að ræða um framtíð skóla og menntunar. Stjórnandi er Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, sem hefur stúderað framtíðarfræði í tengslum við mótun skóla og menntunar í doktorsnámi sínu. Spurningarnar fyrir spjallið eru (kemur í ljós hvað við komumst í gegnum): Hvar verður skóli ... Lesa meira »