Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Mars 2024
- Gjöld: 1
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Lesum saman
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, kynnast hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í eigin skóla. Efni lotunnar verður kynnt og skoðað hvað skiptir máli þegar lesið er með og fyrir börn og unglinga. Rætt verður um mikilvæga þætti þegar velja á bækur fyrir og með nemendum og hvernig hægt er að kynna bækur til leiks til að efla áhuga og virkni nemenda.
-
2. lota / Tækifærin í bókmenntunum
Í lotunni verður rætt um hvað skiptir máli við val á bókum sem höfða til nemenda og auka við reynslu þeirra og skilning á eigin aðstæðum og annarra. Skoðað verður hvernig efni bókanna gefur möguleika til samþættingar og skapandi skila. Kennarar námskeiðsins kynna fjölbreytt efni sem fyrir liggur og leiða þátttakendur í gegn um samræður um hvernig hægt er að hagnýta það í kennslu. Einnig verður rætt um mikilvægi þess að gefa nemendum kost á að velja bækur til að lesa og vinna með í ljósi áhuga þeirra og sjálfstæðis í námi.
-
3. lota / Undrið
Í lotunni verður sérstaklega hugað að samræðum sem leið í kennslu og undirbúningi fyrir skapandi skil. Í lotunni verður einnig kafað ofan í söguna Undur eftir R.J. Palacio. Farið verður í gerð kennsluáætlana þar sem samþætting og skapandi skil eru í brennidepli. Þátttakendur velja eina skapandi leið og æfa á heimavelli ásamt því að lesa valda bók sem verður tekin verður til umfjöllunar í janúarlotunni.
-
4. lota / Bókin, að skapa og skilja
Í þessari lotu æfa þátttakendur sig í gerð kennsluáætlunar þar sem áherslan er á samþættingu og skapandi skil. Þátttakendur vinna saman og deila sín á milli. Kennsluáætlanir nýttar með nemendum á heimavelli.
-
5. lota / Bókin og möguleikar tækninnar
Í lotunni verður sérstaklega hugað að þeim möguleikum sem tæknin býður upp á í sköpun og skilum, innan og milli skóla. Tæknilaunir skoðaðar og notkun æfð. Haldið áfram að skoða og ræða góðar bókmenntir og hvernig má nýta þær til að efla skólastarf.
-
6. lota / Bókmenntir og skapandi skil, samantekt og uppskera
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnð viðfangsefni vetrarins ásamt því að horfa til framtíðar.