Byggjum á forvitni og áhuga nemenda: Aukin tækifæri til virkrar málnotkunar

Free
_KRI3280 – Copy

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að styrkja leiðtoga við að leiða hóp samkennara í að efla námssamfélag með samræðum um nám og kennslu í læsi. Virk málnotkun nær til flestra viðfangsefna skólans og því er gert ráð fyrir að þær aðferðir sem kynntar verða á námskeiðinu megi aðlaga og nýta í hinum ýmsu námsgreinum á miðstigi grunnskóla. Á námskeiðinu verður farið í náms- og kennsluaðferðir sem leggja til grundvallar forvitni og áhuga nemenda. Í umfjöllun um það sem er efst á baugi í nútíð og framtíð felast tækifæri til fjölbreyttrar málnotkunar, eflingar orðaforða, lesskilnings og tjáningarfærni. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á samvinnu nemenda, samræður og ritun en á þann hátt má ná djúpri nálgun á viðfangsefni námsins. Unnið er út frá því að markmið leiði nám, sérstaklega verður hugað að fjölbreyttum námgögnum, námsaðlögun og leiðsagnarmati. 

Við lok námskeiðs geta þátttakendur 

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
 • Skipulagt vinnu með læsi út frá forvitni og áhuga nemenda 
 • Beitt árangursríkum aðferðum við að efla samræður til náms 
 • Nýtt aðferðir til að efla ritun sem tjáningarform, með markvissri leiðsögn og endurgjöf til nemenda. 

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?  

Námskeiðið er fyrir kennara á miðstigi grunnskóla. Mælt er með því að hver skóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?  

Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðlotum.

Dag- og tímasetningar kennslulotanna eru: 
2021
Fimmtudagur 2. september kl. 14-17
Fimmtudagur 23. september kl. 14-17
Fimmtudagur 4. nóvember kl. 14-17
2022
Fimmtudagur 13. janúar kl. 14-17
Fimmtudagur 10. mars kl. 14-17
Fimmtudagur 28. apríl kl. 14-17.

Á milli lota vinna leiðtogar með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólunum frá því í síðustu lotu.

Reikna má með því að í heildina fari um það bil 50 klukkustundir í námslotur og vinnu í námssamfélagi í heimaskóla. Þeir kennarar sem taka þátt í samtali og þróun breyttra starfshátta geta reiknað með að verja um 25 klukkustundum yfir veturinn.

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Sigrún Jónína Baldursdóttir grunnskólakennari og læsisráðgjafi hjá Miðju máls og læsis, Dr. Rannveig Oddsdóttir, lektor í menntun yngri barna við Háskólann á Akureyri, Dr. Sigríður Ólafsdóttir, lektor í málþroska, læsi og fjöltyngi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Steinunn Línbjörg Ragnarsdóttir, kennarar í Giljaskóla.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Apríl 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Að kveikja áhuga og rannsaka

  Markmið lotunnar eru að kynna leiðir til að kveikja og nýta forvitni og áhuga nemenda og kanna valin viðfangsefni með augum rannsakandans. Kynntar verða leiðir til að kortleggja eigin þekkingu, spyrja spurninga, safna saman upplýsingum og vinna með þær. Aðferðir sem beinast að eflingu orðaforða og lesskilnings verða kynntar.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Samræður til náms og skilnings

  Markmið lotunnar eru að kynna leiðir til að efla samræður um valin viðfangsefni. Kynntar verða aðferðir sem leiða nemendur í markvissar samræður. Einnig verður fjallað um hvernig afrakstur umræðna getur orðið uppspretta fjölbreyttrar vinnu þar sem orðaforði, skilningur og tjáning eru í brennidepli. Í lotunni verður einnig rætt um hvað það er að eiga námsfélaga og sérstaklega hugað að aðferðum til að skipta nemendum í hópa eftir þeim markmiðum sem stefnt er að.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Ritun - ferli og aðgerðir

  Markmið lotunnar eru að kynna leiðir til að efla tjáningar- og ritunarfærni. Kynntar verða aðferðir í kennslu ritunar og áhersla lögð á ritunarferlið frá hugmynd til birtingar. Fjallað verður um leiðsagnarmat í ritun og virka endurgjöf til nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Ólíkar textategundir og námstækifærin sem í þeim felast

  Markmið lotunnar eru að kynna leiðir til að nýta ólíkar textategundir sem uppsprettu rannsókna og ígrundunar. Form og bygging texta ásamt orðanotkun eru skoðuð og rædd og nýtt sem grunnur að frekari vinnu nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Markmið lotunnar eru að ígrunda og meta eigið nám. Leiðtogar og kennarar námskeiðsins líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun læsiskennslu í námssamfélagi að leiðarljósi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free