Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Mars 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Að leiða öflugt deildarstarf
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðrum, kynnst hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður farið yfir hvað einkennir farsæl samskipti í teymum og hvaða leiðir hægt er að fara til að skoða og ræða samskipti á vettvangi.
-
2. lota / Skipulag og upplýsingamiðlun á deild og í skóla
Í lotunni verður fjallað um skipulag og upplýsingamiðlun á deild og í skóla. Skoðað verður hvernig tímastjórnun getur haft áhrif á gang og gæði skólastarfsins. Í lotunni verður einnig rætt um hlutverk og mikilvægi reglulegra fagfunda. hefst á því að þátttakendur bera saman reynslu sína og ræða áherslur í skólastarfi. Þessi lota snýst um að draga fram áherslur í skólastarfi og afmarka viðfangsefni sem hverjum og einum þykir mikilvægt að rýna í á þessu skólaári. Kynntar verða margvíslegar leiðir til að fanga og skrá lifandi augnablik í starfi.
-
3. lota / Athugun á deildarstarfi
Í lotunni verður skoðað hvernig markvissar skráningar nýtast til að fylgjast með og efla skólastarf. Ræddar verða leiðir við úrvinnslu skráninga og gerð umbótaáætlana.
-
4. lota / Mat á árangri af breyttum starfsháttum
Í lotunni verður sjónum beint að endurteknum skráningum og hvaða leiðir hafa gefist vel við að festa gæðastarf í sessi.
-
5. lota / Að móta og byggja upp öflugt samstarf
Í fimmtu lotu verður rætt um hvað einkennir farsælt samstarf í skólastarfi. Hvaða leiðir má fara til að koma á og viðhalda öflugu samstarfi við foreldra og annað fagfólk innan sem utan skólans.
-
6. lota/ Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi - samantekt og kynningar á uppskeru vetrarins.
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnuð viðfangsefni vetrarins.