Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Maí 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Umvefjandi skólasamfélag: Sameiginleg sýn og skilningur
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, kynnast hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður efni námskeiðsins kynnt og rætt og sérstaklega skoðað hvernig efla má sameiginlega sýn og skilning á fjölbreyttum þörfum nemenda.
-
2. lota / Hvað er undir yfirborðinu? Börn gera vel ef þau geta
Lotan hefst á því að þátttakendur bera saman reynslu sína og ræða hvernig til tókst að máta efni fyrstu lotu við eigin starfsvettvang. Fókusinn er svo settur á hvernig má lesa í, skrá og bregðast við þörfum nemenda og verður meðal annars litið til kenninga Dr. Ross Green um færni og vanda.
-
3. lota / Um hvað snýst aðlögun náms og umhverfis? Framkvæmdafærni nemenda í brennidepli
Í þriðju lotu er viðfangsefnið aðlögun náms og umhverfis til að styðja við framkvæmdafærni nemenda. Skoðaðar verða leiðir sem miða að því að auka áhuga, þátttöku og sjálfstæði nemenda í námi. Þátttakendur ræða saman um hagnýtingu aðferða á heimavelli.
-
4. lota / Hugarfarið og áhugahvöt: Traust og virðing
Í fjórðu lotu verður haldið áfram, tengt við fyrra efni námskeiðsins og fókusinn settur á mikilvægi áhugahvatar í námi. Rætt verður um mikilvægi þess að þekkja til og nýta áhugasvið nemenda og ræddar leiðir til að kveikja og viðhalda áhuga.
-
5. lota / Skapandi skóli: Nemendamiðað nám
Í lotunni verður skoðað hvernig viðhorf, skipulag og starfshættir spila saman í skólastarfinu. Þátttakendur halda áfram að tengja efni námskeiðs við eigin starfsvettvang og skoða möguleika og sóknarfæri.
-
6. lota Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi: Samantekt og kynningar á uppskeru vetrarstarfsins
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnuð viðfangsefni vetrarins.