Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Forysta um nám - teymið og samvinnan
Kynntar verða til sögunnar kenningar um forystu til náms og hvernig þær styðja við lykilþætti námssamfélagsins. Þátttakendur fá verkfæri til að rýna í eigið starf, starfshætti og samstarfshæfni.
-
2. lota / Skipulag styðjandi menningar: CRM-líkanið frá Kanada
Kynning á hornsteinum CRM-líkansins frá Kanada: Lausnafundum, mati, greiningum, björgum og úrræðum. Rætt um hagnýtingu þessar þátta í forystu skólastjórnenda um nám og lykilþætti námssamfélags.
-
3. lota / Starfstengd leiðsögn og styðjandi samtalsmenning
Ræddar vera mismunandi aðferðir við endurgjöf í starfi og þær tengdar kenningum um forystu til náms. Einnig verður farið yfir það hvernig þróunarhringur Menntafléttunnar getur nýst stjórnendum í þeirra eigin námssamfélagi og til stuðnings í daglegu starfi.
-
4. lota / Að safna, rýna og taka stefnu: Upplýsingar og umbætur
Fjallað um hvernig hægt er að rýna á árangursríkan hátt í gögn um skólastarfið og hvernig þau eru nýtt til að þróa starfið og styðja við lykilþætti námssamfélagsins. Fjallað um efnið út frá hornsteinum CRM-líkansins og sérstaklega hvernig mat og greiningar og bjargir og úrræði nýtast til stuðnings í umbótastarfi.
-
5. lota / Lausnafundir: Tækifæri og áskoranir
Lausnafundir CRM-líkansins skoðaðir í ljósi meginþátta námssamfélagsins og hvernig þeir styðja við söfnun og skráningu á björgum og úrræðum hvers skólasamfélags. Þátttakendur deila reynslu sinni af því að leiða lausnafundi
-
6. lota / Forysta um nám og styðjandi menningu: Samantekt
Í þessari síðustu lotu námskeiðsins munum við fara yfir viðfangsefni lotanna og skoða það sem stóð upp úr hjá þátttakendum.