Forysta um nám: Skólastjórnendur í hringiðu breytinga

Free
Vatnsmýrin – dalalægð

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að efla starfsþróun skólastjórnenda og viðfangsefnin eru valin með hliðsjón af niðurstöðum menntarannsókna á veruleika og aðstæðum íslenskra skólastjórnenda.

Þátttakendur fá stuðning og hvatningu til að þróa starfshætti sem stuðla að forystu um nám og leiðsögn í lærdómssamfélagi. Rýnt verður í leiðir til forystu um nám og leiðsögn og skoðað hvernig aðstæður og menning er samofin starfsþróun og námi á vettvangi. Á námskeiðinu verður fjallað um leiðir til að efla persónulegan styrk þátttakenda, sjálfstraust þeirra, seiglu og faglega sjálfsvitund. 

Skólastjórnendur greina eigin hugmyndir, reynslu og starfskenningu og velja í kjölfarið þá þætti sem þeir vilja vinna með á námskeiðinu. Stuðst verður við hæfniramma áströlsku menntastjórnunarsamtakanna, sjá hér

Jafningjaleiðsögn þátttakenda er lykilþáttur námskeiðsins. Þar taka stjórnendur mið af eigin reynslu af forystu, stjórnun og leiðsögn. Námskeiðið verður tengt starfi stjórnenda m.a. með stuðningi við að gera starfendarannsókn á eigin starfi á vettvangi.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
 • Skilið tengsl menntaforystu, leiðsagnar og lærdómssamfélags.
 • Nýtt aðferðir menntaforystu sem hafa að markmiði að efla starfsþróun. 
 • Beitt völdum aðferðum menntaforystu á ígrundaðan og gagnrýninn hátt í ljósi fræða, rannsókna, eigin starfskenningar og reynslu.
 • Skipulagt og tekið þátt í félagslegum aðferðum og starfendarannsóknum við uppbyggingu lærdómssamfélags.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir stjórnendur í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Ef það er möguleiki er mælt með því að tveir stjórnendur frá hverjum skóla sæki námskeiðið. Ef aðstæður bjóða ekki upp á það, er hvatt til þess að stjórnendur finni sér samstarfsfélaga úr öðrum skólum.

Starfsfólk á skóla- og fræðsluskrifstofum sem vinnur með skólastjórnendum er velkomið að taka þátt í námskeiðinu. 

Skráning hefst 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022.

Þátttakendur geta ávallt tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Skoðað verður hvort möguleikar gefist á staðbundnum lotum á námskeiðstímanum, ýmist við Háskólann á Akureyri eða Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 

Loturnar eru á eftirfarandi dögum: 

2021
17. september kl. 13-16
22. október kl. 13-16
19. nóvember kl.13-16

2022
21. janúar kl. 13-16
18. febrúar kl. 13-16
18. mars kl. 13-16

Á milli lota styðjast stjórnendateymi innan hvers skóla, þar sem við á, við þessi fjögur skref þróunarhrings.
Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Guðrún Ragnarsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Ingileif Ástvaldsdóttir aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, Júlíana Tyrfingsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sigríður Margrét Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Svava Björg Mörk, lektor við Háskólann á Akureyri. 

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Mars 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni fer fram kynning á námskeiðinu og hugmyndafræði Menntafléttunnar.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Forysta um nám og ég sem leiðtogi

  Í þessari lotu verðu fjallað um forystu í hringiðu breytinga og virka þátttöku stjórnenda í þeim. Fjallað verður um mikilvægi ígrundunar og sjálfsrýni í starfi. Þátttakendur kynnast nokkrum leiðtogakenningum og ræða eigin starfskenningu, hugmyndir og reynslu - sem þeir svo í kjölfarið nýta sem grunn fyrir vali á þeim þáttum sem þeir vilja vinna með á meðan námskeiðinu stendur.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Fólkið í breytingastarfi

  Í þessari lotu verður fjallað um ýmsar hliðar breytingarstarfs, tilfinningar og breytingastjórnun, valdapólitík á vinnustað, skólamenningu og traust. Kynnt verður skipulag styðjandi menningar, árangursríkir teymisfundir og verkfærakista í fundarstjórn.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Starfstengd leiðsögn og styðjandi samtalsmenning: Endurgjöf í starfi

  Í þessari lotu verður farið yfir þætti sem efla stjórnandann í leiðsögn og mikilvægi endurgjafar í starfi. Fjallað verður um hvetjandi samtalstækni, virka hlustun og hluttekningu. Verkfærin okkar verða kenningar um endurgjöf og samtalstækni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Að safna, rýna og taka stefnu: Upplýsingar og umbætur

  Í þessari lotu verður fjallað um kenningar og aðferðir við að safna gögnum um breytingarstarf, sem sýna fram á námsárangur og aðrar árangurstengdar mælingar á skólastarfinu. Lykilspurningin okkar verður hvaða gögn á skólinn um þessa þætti - og hvernig nýtir starfsfólk skólans þau gögn?

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Í þessari lotu verður lögð áhersla á samtal um lærdóm vetrarins og hagnýtingu námskeiðsins í starfi stjórnenda til framtíðar.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free