Framhaldsskólakennarinn á krossgötum: Hagnýt verkfæri náms og kennslu

Free
kri_hhermir_160219_10

SKRÁNINGU Á ÞETTA NÁMSKEIÐ ER LOKIÐ.

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda á sveigjanlegu námi og kennslu á tímum örrar þróunar upplýsingatækni, í heimsfaraldri – og ekki síst að honum loknum! Þátttakendur kynnast hagnýtum verkfærum náms og kennslu og öðlast færni í að leiða hópa samkennara í samtal um starfshætti, að prófa nýjar aðferðir og rýna og ræða hvernig gengur. Námskeiðið fer fram í fjórum lotum en meginverkefnin fara fram í skóla þátttakanda og fléttast saman við daglegt starf. Þátttakendur mynda tengslanet og deila reynslu af þróun starfshátta.

Námskeiðinu lýkur með menntabúðum á vordögum.

Markmið námskeiðsins eru einnig að styrkja leiðtoga í framhaldsskólum við að leiða hóp jafningja í námssamfélagi. 

Á námskeiðinu geta þátttakendur

 • Tekið þátt í þróun námssamfélaga jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti og starfsumhverfi, en einnig þvert á framhaldsskóla.
 • Eflt þekkingu sína á sveigjanlegu námi og kennslu á tímum örrar þróunar upplýsingatækni
 • Kynnst hagnýtum verkfærum náms og kennslu
 • Öðlast færni í að leiða hópa samkennara í samræðu um eigið starf
 • Fá tækifæri til að prófa nýjar aðferðir og breytta starfshætti og bera saman bækur við samkennara sem og þátttakendur úr öðrum skólum

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. 

Umsjón og kennsla

Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjunkt og Tryggvi Thayer, menntunar- og framtíðarfræðingur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Auðbjörg Björnsdóttir og Valgerður Ósk Einarsdóttir frá kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri og Páll Ásgeir Torfason, deildarstjóri rafrænna kennsluhátta við Háskóla Íslands.

Halldór Björgvin Ívarsson og Hildur Jónsdóttir frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og Ívar Rafn Jónsson doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

 

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 4x3 klst.
 • Hefst: Janúar 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Kennarinn sem þekkingarsmiður á tímum margra framtíða

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á kennarann sem þekkingarmið og þróun námssamfélaga í framhaldsskólum. Fjallað verður um framtíð menntunar og hinn framsýna leiðtoga.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Úr neyðarfjarkennslu í nám framtíðarinnar

  Kennarar lotunnar koma frá kennslumiðstöðvum HÍ og HA og munu fjalla um muninn á fjarnámi og fjarkennslu á neyðartímum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Hagnýt verkfæri leiðsagnarnáms: Endurgjöf og hvatning

  Kennarar lotunnar koma frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og munu fjalla um helstu áhersluþætti leiðsagnarnáms og reifa hagnýt dæmi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Gleymum ekki nemandanum!

  Umsjónarkennari og gestakennarar munu setja efni námskeiðsins í samhengi - með nemandann í forgrunni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • Menntabúðir þátttakenda vorið 2021

  Stefnt er að menntabúðum þátttakenda og kennara í lok námskeiðsins.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free