Höfum áhrif: Menntun til sjálfbærni á unglingastigi
Í hnotskurn
- Lotur 0
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: Ágúst 2021
- Lýkur: Júní 2022
- Gjöld: 50
- Gjöld: 0 kr. nema annað sé tekið fram
-
1. lota Leiðtogar og námssamfélög
Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakanda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni og leiða þátttakendur í samtal um hlutverk leiðtogans í að þróa og styðja við námssamfélög jafningja.
-
2. lota Menntun til sjálfbærni í íslenskum skólum og nemendamiðað nám
Í lotunni kynnast þátttakendur aðferðum menntunar til sjálfbærni. Sjónum er beint að valdeflandi og þverfaglegum verkefnum.
-
3. lota Sjálfbærni og skapandi þverfaglegt grenndarnám
Í lotunni kanna þátttakendur á hvaða hátt þeir geta beitt skapandi aðferðum í kennslu sinni og tengt ólíkar námsgreinar við viðfangsefni í eigin nærumhverfi.
-
4. lota Hnattræn vitund og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Þátttakendur skoða nærtæk verkefni með víðtæk áhrif. Fjallað verður um lýðræði og mannréttindi og hvernig gagnrýnin nálgun á borgaravitund styður við fjölmenningu og þátttökumiðað skólastarf.
-
5. lota Geta til aðgerða og valdefling
Í lotunni er unnið með valdeflingu og getu til aðgerða í gegnum verkefni sem hafa sannarleg áhrif á umhverfi og samfélag.
-
6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu
Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram veginn með þróun sjálfbærnimenntunar í námssamfélagi að leiðarljósi.