Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Mars 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota /Að skapa námssamfélag þátttakenda
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, hvað felst í því að nálgast starfshætti sína með rannsakandi hugarfari og ræða saman um hvaðan þeir koma og hvað þeir eru að takast á við á degi hverjum í eigin starfi. Í lotunni verður fyrirkomulagi námskeiðsins kynnt og hvers er að vænta í samstarfinu framundan.
-
2. lota / Að stilla rannsóknarfókusinn
Lotan hefst á því að þátttakendur bera saman reynslu sína og ræða áherslur í skólastarfi. Þessi lota snýst um að draga fram áherslur í skólastarfi og afmarka viðfangsefni sem hverjum og einum þykir mikilvægt að rýna í á þessu skólaári. Kynntar verða margvíslegar leiðir til að fanga og skrá lifandi augnablik í starfi.
-
3. lota /Að vera rannsakandi á vettvangi - að rýna í gögn
Í þriðju lotu deila þátttakendur og ræða dæmi úr eigin starfi sem tengist þeirra viðfangsefnum. Þátttakendur ræða saman í minni hópum og ákvarða næstu skref.
-
4. lota / Að vera rannsakandi á vettvangi - að rýna í gögn, framhald
Fjórða lota er framhald af þeirri þriðju þar sem þátttakendur ræða fleiri dæmi úr starfi sem tengjast eigin viðfangsefni og hvaða lærdóma megi draga af þeim.
-
5. lota / Að draga fram eigin lærdóma um viðfangsefni vetrarins
Í lotunni verður áherslan á að draga fram lærdóma í tengslum við það sem þátttakendur hafa verið að skoða í eigin starfi fram til þessa og undirbúa uppskeruhátíð sem verður í sjöttu lotu.
-
6. lota/ Kennarinn sem rannsakandi - kynningar á uppskeru vetrarstarfsins og ígrundun á námskeiðinu í heild sinni
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum viðfangsefni vetrarins og það sem þeir hafa lært um ferlið við að rýna í eigið starf.