Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring (sjá mynd neðar) í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í skólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar. Skref B: Þátttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi. Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir. Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig börnin/ungmennin brugðust við.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
greint helstu birtingarmyndir og afleiðingar kynbundins ofbeldis.
nýtt sér helstu aðferðir á sviði forvarna gegn kynbundnu ofbeldi.
tekið málefnalega og gagnrýna afstöðu til áhrifa kyngervis á daglegt líf ungmenna.
leitt samtöl við börn og ungmenni um málefni tengd kynbundnu ofbeldi.
nýtt sér þekkingu sína og skilning í starfi sínu á vettvangi og í frekara námi.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum, tómstunda- og félagsmálafræðinga og starfsfólk í félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og æskulýðsstarfi, skólahjúkrunarfræðinga, fólk sem sér um félagsstörf nemenda, sálfræðinga og annað fólk í stoðþjónustu skóla- og frístundastarfs frá upphafi grunnskólans til loka framhaldsskólans.
Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla, félagsmiðstöð, frístundaheimili eða stofnun, en það er þó ekki skilyrði.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar til að námssamfélög blómstri.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2022-2023 á ZOOM. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram á starfsstöð þeirra á vettvangi í gegnum samvinnu við teymisfélaga og/eða samstarfsfólk. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir – og teymin þeirra geta fléttað saman við daglegt skólastarf.
Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Dag- og tímasetningar lota
2022 Fimmtudagur, 15. september kl. 14.00–17.00 Þriðjudagur, 8. nóvember kl. 14.00–17.00 Þriðjudagur, 6. desember kl. 14.00–17.00
2023 Þriðjudagur, 31. janúar kl. 14.00–17.00 Fimmtudagur, 2. mars kl. 14.00–17.00 Fimmtudagur, 13. apríl kl. 14.00–17.00
Umsjón og kennsla
Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið og Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið. Auk Katrínar og Eyrúnar koma að námskeiðinu Svandís Anna Sigurðardóttir sérfræðingur um málefni hinsegin fólks á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og Indíana Rós kynfræðingur.
Þróunarhringurinn
Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.
Í hnotskurn
Lotur6
Quizzes0
Lotur:6x3 klst.
Hefst:All levels
Lýkur:Apríl 2023
Gjöld:0
Gjöld:Mismunandi
1. lota / Kynhlutverk og kyngervi: Karlmennska og kvenleiki 1
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.