Leiðtogar í skapandi skólasamfélagi

Free
Leiðtogar skapandi

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að efla leiðtoga í að skapa eflandi námsumhverfi í sínum grunnskóla. Námskeiðið er skipulagt sem heilsárs verkefni fyrir leiðtoga sem eru tilbúnir til að taka að sér að leiða innleiðingu á skapandi skólasamfélagi. Slíkt samfélag hefur að markmiði að efla alla þátttakendur í skólastarfinu sem gerendur og skapara eigin framtíðar.

Markmiðið er einnig að veita leiðtogum tækifæri til að skoða eigin kennslu út frá skapandi áherslum í menntun og samstarfi kennara og nemenda og að efla fag- og fræðilegan skilning leiðtoga til að leiða samstarfsfólk í myndun skapandi skólasamfélags. 

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti í skapandi námsumhverfi. 
 • Leitt skapandi starf með gleði og frelsi að leiðarljósi.
 • Skoðað eigin kennslu út frá skapandi áherslum í menntun og samstarfi kennara og nemenda.
 • Leitt samstarfsfólk í myndun skapandi skólasamfélags.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir kennara sem hafa áhuga á taka að sér leiðtogastarf í innleiðingu skapandi skólasamfélags í eigin skóla.

Mælt er með því að hver grunnskóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst þann 21. maí.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið verður skipulagt sem sex lotur, hver með sitt þema. Gert er ráð fyrir að kennarar geti valið hvort þeir mæti í smiðjur í gegnum Teams eða mæti í Sköpunarstofu Háskóla Íslands í Skipholti. Milli smiðja fá kennarar tillögur að tilraunum í eigin kennslustofum og í eigin skapandi starfi ásamt stuttum hugvekjum um fræðilegan grunn skapandi og eflandi náms.

Lögð verður áhersla á hvernig leiða má skapandi starf með gleði og frelsi að leiðarljósi.

Dag- og tímasetningar smiðjanna eru: 

2021
26. ágúst kl. 13-16
8. október kl. 13-16
3. desember kl. 13-16
2022
11. febrúar kl. 13-16
1. apríl kl. 13-16
6. júní kl. 13-16

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Hanna Margrét Einarsdóttir nýsköpunarkennari við Víkurskóla, Ingimar Ólafsson Waage, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands, Rósa Gunnarsdóttir, kennari og aðjunkt og  Svanborg Rannveig Jónsdóttir prófessor, báðar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: Ágúst 2021
 • Lýkur: Júní 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota / Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólum og frístundastarfi. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota / Skapandi persóna - eflandi leiðtogi
  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota / Eflandi námsumhverfi
  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota / Skapandi menntun út frá mismunandi sjónarhólum
  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Ytri áskoranir og tækifæri skapandi skólastarfs
  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Leiðtogar úr grunnskólum og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun eflandi skólasamfélags að leiðarljósi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free