Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota Leikur og lýðræði – Hugtök og aðalnámskrá
Kennarar kynna viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni. Fjallað verður um leik og lýðræði í leikskólum og kynnt verður Menntastefna 2030 og nýir hæfnirammar í íslensku fyrir leikskóla.
-
2. lota / Félagsleg tengsl, efling sjálfsmyndar, virk þátttaka leikskólabarna í skólastarfi og aukin meðvitund kennara og starfsfólks um fjölbreytileika barnahópsins
Við munum fjalla um samskipti barna í leikskólum; mikilvægi þess að efla félagsleg tengsl þeirra og gera þeim kleift að vera virkir þátttakendur í leikskólastarfinu en jafnframt að auka tækifæri þeirra til tjáskipta. Fjallað verður um hlutverk sjálfsmyndar í námi og þroska barna og leiðir til að styrkja hana með hliðsjón af fjöltyngi og menningu. Skoðað verður hvernig þessir þættir hafa síðan áhrif á nám og hvernig viðhorf þeirra til menntunar mótast.
-
3. lota / Viðhorf, samskipti og virk þátttaka. Aðferðin „Gefðu 10“ og kortlagning vinnulags í leikskólanum
Í þessari lotu verður fjallað um það hvernig okkar eigin viðhorf, þekking og reynsla myndar grunn að færni okkar til að eiga samskipti við fjöltyngd börn. Byggt er á hugmyndafræði „Gefðu 10“ sem er hagnýt aðferð ætluð til þess að auka samtal og samskipti við fjöltyngd börn og fjölga námstækifærum þeirra í daglegu leikskólastarfi.
-
4. lota / Tungumálastefna fjölskyldna og leikskóla og stuðningur foreldra við virkt fjöltyngi
Í þessari lotu verða kynntar ýmsar tungumálastefnur fjölskyldna. Farið verður í hvernig leikskólar get set sér tungumálastefnur. Einnig munum við fjalla um samskipti foreldra og starfsfólks og hvernig foreldrar og leikskólar geta rætt um námsmarkmið fyrir börn og stutt í sameiningu við móðurmál, íslensku og virkt fjöltyngi barna. Verkefnið sjálfsmatslistinn verður lagt fyrir.
-
5. lota / Leikskólastarf í fjöltyngdum barnahópi og gæðamálörvun
Í fimmtu lotunni verður fjallað um máltöku tví- og fjöltyngdra barna, og þau tengsl sem geta verið á milli tungumála barna. Fjallað verður um íslenskar rannsóknir með leikskólabörnum með fjölbreyttan tungumálabakgrunn. Þátttakendur fá tækifæri til að efla færni sína í að flétta fjölbreytilegri málörvun í dagleg viðfangsefni leikskólans. Fjallað er um það hvernig virk þátttaka í leikskólastarfi er samofin virkri málnotkun.
-
6. lota / Sjálfsmyndir barna, foreldra, kennara. Fjöltyngdar nálganir í kennslu og leik
Í sjöttu lotu ræðum við um sjálfsmyndir barna, foreldra og kennara. Ræddar og sýndar verðar nálganir í kennslu og leik sem byggja á tungumálum barna, en með þeim eflist íslenska, meðvitund um fjölbreytt tungumál og jákvæð viðhorf til allra tungumála barna.