Móðurmál, íslenska sem annað mál og virkt fjöltyngi í grunnskólastarfi

Free
ben-wicks-iDCtsz-INHI-unsplash (1)

Markmið námskeiðs er styrkja leiðtoga í grunnskólum við að leiða hóp samkennara í námssamfélagi með samræðum um móðurmál, íslensku sem annað mál og virkt  fjöltyngi. Leiðarljós námskeiðsins er efla hæfni kennara til að vinna með nemendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Fjallað verður um hagnýtar leiðir sem styðja við móðurmál, íslensku sem annað mál og virkt fjöltyngi barna og unglinga á grunnskólaaldri, óháð námsgreinum. Þátttakendur fá innsýn í mikilvægi og mótun tungumálastefna bæði skóla og heimila. Stuðst verður við nýjan leiðarvísi menntamálayfirvalda um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.  

Við lok námskeiðs geta þátttakendur 

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
 • Beitt fjölbreyttum leiðum til að efla færni tví- og fjöltyngdra barna og unglinga í íslensku sem öðru máli og að styðja við móðurmál þeirra.
 • Nýtt stafræna möguleika til að styðja við og kenna tungumál
 • Veitt foreldrum ráðgjöf og stutt þá í mikilvægu hlutverki þeirra þegar kemur að eflingu móðurmáls, íslensku og virks fjöltyngis
 • Leitt mótun tungumálastefnu fyrir sinn skóla. 

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?  

Námskeiðið er fyrir alla kennara grunnskóla sem vilja efla færni sína í kennslu barna og unglinga sem hafa ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn. Mælt er með því að hver skóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst þann 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram? 

Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum, 3 klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðlotum. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólunum.   

Dag- og tímasetningar kennslulota eru:

2021
Mánudagur 30. ágúst kl. 14-17
Mánudagur 20. september kl. 14-17
Mánudagur 8. nóvember kl. 14-17
2022
Mánudagur 17. janúar kl. 14-17
Mánudagur 14. mars kl. 14-17
Mánudagur 16. maí kl. 14-17

Reikna má með því að leiðtogarnir verji um 45-50 klukkustundum í heildina yfir veturinn vegna námskeiðsins, í bæði námslotur sem og stuðning við þróun námssamfélaga á hverjum stað. Þeir kennarar sem taka þátt í samtali og þróun breyttra starfshátta geta reiknað með að verja um 25 klukkustundum yfir veturinn.  

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum sínum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Donata H. Bukowska, kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál í Kópavogi, Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá Reykjavíkurborg, Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, menntunarfræðingur og brúarsmiður Miðju máls og læsis, Renata Emilsson Pesková, doktorsnemi við MVS og stjórnarmaður í Móðurmál – samtökum um tvítyngi og Dr. Sigríður Ólafsdóttir, lektor í málþroska, læsi og fjöltyngi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: ágúst 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Félagsleg tengsl, efling sjálfsmyndar og meiri þátttaka nemenda

  Í lotunni verður fjallað um mikilvægi félagslegra tengsla milli nemenda, hlutverk sjálfsmyndar í námi og þroska og hvernig það hefur áhrif á nám og viðhorf nemenda til menntunar.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Viðhorf til tungumála, tungumálastefna fjölskyldna og skóla og stuðningur foreldra

  Í lotunni verður fjallað um viðhorf og sýn á tungumálafjölbreytileika og hvernig það hefur áhrif á málstefnur skóla. Mismunandi tungumálastefnur fjölskyldna verða skoðaðar, sem og leiðir sem foreldrar geta farið til að styðja við virkt fjöltyngi barna sinna.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Kennsluhættir í fjöltyngdum nemendahópum I. hluti: Eflandi kennsluhættir

  Í lotunni verður fjallað um eflandi kennsluhætti í fjöltyngdum nemendahópum á ýmsum aldri og hvernig góð færni í einu tungumáli getur haft jákvæð áhrif á framfarir í öðru máli.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Kennsluhættir í fjöltyngdum nemendahópum II. hluti: Jákvæður skólabragur

  Í lotunni kynnast þátttakendur verkfærum sem stuðla að jákvæðum skólabrag, sjálfstæði í námi á öðru máli og getu nemenda til að byggja á sínu(m) móðurmálum. Einnig verða kynntar til leiks leiðir og verkfæri til að flétta vinnu með tungumál í allar námsgreinar.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags í grunnskóla sem vill styðja við móðurmál og virkt fjöltyngi barna og unglinga.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free