Fjölbreytt námskeið og námsleiðir eru í boði ár hvert fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk menntakerfisins á öllum skólastigum, í frístundastarfi og starfsfólk stofnana á sviði menntunar. Umsóknarfrestur í einingabært meistaranám er til 15. október en í viðbótardiplómur og opin námskeið til 30. nóvember.
Klæðskerasniðin námskeið, stór og smá
Skólar, sveitarfélög, stofnanir á vettvangi frítímans eða teymi geta pantað sérsniðna fræðslu eða námskeið af kennurum Menntavísindasviðs. Námskeiðin geta verið í formi fræðslu, styttri námskeiða um tiltekin viðfangsefni eða lengri námskeiða sem hægt er að bjóða upp á sem einingabær í samráði við Menntavísindastofnun. Allar upplýsingar eru
hér.
Allar upplýsingar um námskeið og fræðslu veitir Katrín Valdís Hjartardóttir, kava@hi.is.
Opin námskeið sem gefa einingar
Á hverju misseri eru fjölmörg námskeið í kennsluskrá Menntavísindasviðs Háskóla Íslands opin fyrir áhugasöm sem starfa á vettvangi. Námskeiðin gefa einingar ef tilskildum árangri er náð en þátttakendur eru þó ekki skráðir nemendur við Háskóla Íslands. Hins vegar geta þátttakendur sótt um að fá námskeiðin metin inn á námsleið, vilji þeir halda áfram námi síðar.
Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Allar upplýsingar um Menntafléttuna eru hér sem og á heimasíðu Menntamiðju. Skráningu er lokið í námskeið starfsársins 2022-2023.
Menntafléttan er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands.
Allar upplýsingar um Menntafléttuna gefur Katrín Valdís Hjartardóttir kava@hi.is og Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is