Námskeið og starfsþróun Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Free
Velkomin

Fjölbreytt námskeið og námsleiðir eru í boði ár hvert fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk menntakerfisins á öllum skólastigum, í frístundastarfi og starfsfólk stofnana á sviði menntunar. Umsóknarfrestur í meistaranám er til 15. apríl en í viðbótardiplómur og opin námskeið til 5. júní. Allar upplýsingar um námskeið og fræðslu veitir Artem Ingmar Benediktsson, artem@hi.is.

Opin námskeið sem gefa einingar

Á hverju misseri eru hátt í 70 námskeið í kennsluskrá Menntavísindasviðs opin fyrir áhugasöm sem starfa á vettvangi. Á listanum fyrir haustmisseri 2021 er t.d. að finna 11 námskeið sem tengjast skapandi starfi og list- og verkgreinum, 13 námskeið sem tengjast fjölmenningu og skólastarfi margbreytileikans, 9 námskeið fyrir starfsfólk frístundaheimila og félagsmiðstöðva og fjölbreytt námskeið tengd stjórnun, þróunarstarfi, kennslufræði og samstarfi. Lista yfir opin námskeið haustmisseris 2021 má finna hér.
 
Námskeiðin gefa einingar ef tilskildum árangri er náð en þátttakendur eru þó ekki skráðir nemendur við Háskóla Íslands. Hins vegar geta þátttakendur sótt um að fá námskeiðin metin inn á námsleið, vilji þeir halda áfram námi síðar. Skráning í opin námskeið er opin til 5. júní 2021.

Námsleiðir og viðbótardiplómur á meistarastigi ætlaðar starfandi fagfólki

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf er fyrir þá sem vilja efla sig í mótttöku kennaranema og nýrra kennara, sem og í forystu fyrir þróunarverkefni og kennsluráðgjöf. Námið er hægt að stunda sem 60e viðbótardiplómu eða 120e meistaranám. Ráðuneyti menntamála greiðir skráningargjöld þátttakenda. Sjá nánar hér.
Nokkrar námsleiðir á meistarastigi eru sérstaklega sniðnar að starfandi kennurum: 

Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, menntun án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi og mál og læsi. Sjá nánar hér.

Fyrir heimilisfræðikennara og þá sem vilja vinna að heilsueflingu í skólastarfi er boðið upp á viðbótardiplómu til 60e í hagnýtri heilsueflingu. Sjá nánar hér. Fyrir þá sem vilja efla þekkingu sínu á heilbrigði og heilsuuppeldi, hvort sem er í skólastarfi á öllum skólastigum, í þjálfun eða forvarnarstarfi er boðið upp á viðbótardiplómu til 30e. Sjá nánar hér

Hagnýt atferlisgreining er ný viðbótardiplóma til 60e sem skipulögð er í samstarfi við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Sjá nánar hér

Viðbótardiplóma 60e í menntunarfræði leik- og grunnskóla er fyrir kennara á vettvangi, sem valið geta á milli þess að dýpka sig í a) Kennslufræði og skólastarfi i) ii) mál og læsi eða iii) menntun án aðgreiningar. Sjá nánar hér.

60e viðbótardiplóma í faggreinakennslu er fyrir kennara sem leyfisbréf sem vilja dýpka sig í sinni faggrein, hvort sem hún er á sviði stærðfræði, náttúrufræði, íslensku sem annars máls, samfélagsfræði eða list- og verkgreina. Sjá nánar hér

Við Deild menntunar og margbreytileika eru margvíslegar 30e eða 60e viðbótardiplómur í boði, t.d. á sviði foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar, þroskaþjálfafræði og uppeldis- og menntunarfræði. Sjá nánar hér

Allt meistaranám í fjórum deildum Menntavísindasviðs má kynna sér hér. Umsóknarfrestur er til 15. apríl í meistaranám en til 5. júní í viðbótardiplómur. 

Stjórnendur í menntakerfinu

Stjórnendur í skóla- og frístundastarfi sem vilja efla forystuhæfni sína geta ýmist hafið formlegt meistaranám til 120e, valið opin námskeið eftir áhugasviði eða bætt við sig viðbótardiplómu til 30e eða 60e. Sjá nánar hér. Nánari upplýsingar um meistaranám fyrir stjórnendur leik,- grunn- og framhaldsskóla og annarra menntastofnana eru hér og fyrir stjórnendur á vettvangi frítímans hér

Klæðskerasniðin námskeið, stór og smá

Skólar, sveitarfélög, stofnanir á vettvangi frítímans eða teymi geta pantað sérsniðna fræðslu eða námskeið af kennurum Menntavísindasviðs. Námskeiðin geta verið í formi fræðslu, styttri námskeiða um tiltekin viðfangsefni eða lengri námskeiða sem hægt er að bjóða upp á sem einingabær í samráði við Menntavísindastofnun. Allar upplýsingar eru hér.

Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi

Allar upplýsingar um Menntafléttuna eru hér sem og á heimasíðu Menntamiðju

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: Mismunandi
 • Hefst: Mismunandi
 • Lýkur: Mismunandi
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • Námskeiðin eru mismunandi að lengd og uppleggi

  Allar upplýsingar á vef Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands https://www.hi.is/menntavisindasvid/menntavisindastofnun

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Upplýsingar um námskeið og starfsþróun á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands veitir Artem Ingmar Benediktsson, verkefnastjóri starfsþróunar, artem@hi.is

Free