Náttúrufræðin í höndum nemenda

Free
Eldfjöll_Hildur

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er  styrkja leiðtoga á öllum stigum  grunnskólans við að leiða hóp samkennara í námssamfélagi með samræðum um náttúruvísindi og tilraunir, þar sem forvitni nemenda ræður för. Þátttakendur  hugmyndir og verkfæri til  vinna með tungumál og þróun þekkingar nemenda á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi  með náttúruvísindi í brennidepli. Þátttakendur munu kynnast leiðum til að vinna með áhuga og forvitni nemenda um náttúrufræði, læra vísindaleg vinnubrögð og kynnast björgum til að vinna með í kennslunni.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundum um breytta starfshætti.
 • Beitt ólíkum aðferðum við að kanna áhuga, forvitni og forþekkingu nemenda um fyrirbæri, hugtök og vísindalega aðferðafræði.
 • Greint eigin markmið og aðstæður í kennslu og sett í samhengi við kennslufræðilegar stefnur.
 • Nýtt fjölbreyttar verklegar æfingar til kennslu náttúrufræðigreina og sett í samhengi við áhuga, forvitni og forþekkingu nemenda.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?  

Námskeiðið er fyrir kennara á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi sem hafa áhuga á þróun námssamfélags innan sinna skóla með áherslu á náttúruvísindi og verklegar æfingar. 

Mælt er með því að hver skóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu en ef það er ekki möguleiki þá er hvatt til þess að þátttakendur finni samstarfsfélaga til að bera saman bækur við, innan sama sveitarfélags eða utan.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélagsins.

Skráning hefst þann 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?  

Námskeiðið fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Þátttakendur geta bæði mætt á staðinn eða tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samkennara og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólunum frá síðustu lotu. 

Dag- og tímasetningar lotanna eru: 

2021
Mánudagur 6. sept kl. 14-17
Mánudagur 4. október kl. 14-17  
Mánudagur 29. nóvember kl. 14-17
2022
Mánudagur 10. janúar kl. 14-17
Mánudagur 7. mars kl. 14-17
Mánudagur 25. apríl kl. 14-17

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Hildur Arna Håkansson náttúrufræðikennari í Skarðshlíðarskóla, Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein, Martin Swift verkefnastjóri Vísindasmiðju Háskóla Íslands og Svava Pétursdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Apríl 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Forvitni nemenda könnuð

  Í annarri lotu er lögð áhersla á að að finna leiðir til þess að kanna forvitni nemenda. Hvernig spyrjum við nemendur? Hvernig læra nemendur að spyrja spurninga?

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Hvað ætlum við að gera við það sem nemendur eru forvitnir um?

  Í þriðju lotu er lögð áhersla á að segja já við hugmyndum nemenda, eða að minnsta kosti finna leiðir til þess. Hvernig búum við til hvetjandi umhverfi fyrir nemendur sem gerir þá lausnamiðaðri? Þátttakendur fá margvíslegar hugmyndir til að vinna út frá.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Verklegar útfærslur

  Í fjórðu lotunni er lögð áhersla á kynnast tilraunum sem gætu hentað fyrir áhuga nemenda. Þátttakendur fá bjargir sem geta nýst þeim, allt frá sulli til sýnitilrauna.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Nemendur taka boltann

  Í fimmtu lotu skoðum við leiðir til að sleppa nemendum lausum, t.d. með skipulagningu vísindavaka og áhugasviðsverkefna. Þátttakendur fá bjargir sem geta nýst þeim og einnig verður farið yfir hvaða hindranir þátttakendur geta rekið sig á og hvernig má tækla þær.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags um náttúrufræði á miðstigi og unglingastigi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free