„Mér hefur þótt námskeiðið mjög áhugavert, það hefur opnað augu mín fyrir svo margvíslegum leiðum í vinnu með náttúru, orð og tilgátur með börnum. Ég hef öðlast nýja reynslu og finnst áhugavert að þróa þetta áfram.“
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi með áherslu á náttúruvísindi og tækni. Þátttakendur fá hugmyndir og verkfæri til að vinna með tungumál og þróun þekkingar leikskólabarna með náttúruvísindi í brennidepli. Fjallað verður um leiðir til að byggja ofan á hugmyndir og tilgátur leikskólabarna um vísindaleg fyrirbæri. Þátttakendur munu lesa um og kynnast leiðum til að vinna með barnabókmenntir sem kveikju að vinnu með náttúruvísindi og tækni í leikskólastarfinu.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring (sjá mynd neðar) í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í leikskólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendurnir brugðust við.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
- leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í leikskólum.
- unnið með hugmyndir og tilgátur leikskólabarna, hugtök og ferla náttúruvísindanna.
- leitt vinnu með áherslu á sagnorð og tungumál náttúruvísindanna með leikskólabörnum.
- unnið með tækni og náttúruvísindi út frá barnabókmenntum
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir leikskólakennara og starfsfólk sem hefur áhuga á þróun námssamfélags innan síns leikskóla með áherslu á náttúruvísindi. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum leikskóla, en það er þó ekki skilyrði.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í leikskóla þar sem námssamfélög blómstra.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum á vef Menntafléttu á þeim tímum sem henta þátttakendum sjálfum. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í leikskólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir – og teymin þeirra geta fléttað saman við daglegt leikskólastarf. Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Umsjón og kennsla
Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari í Reykjanesbæ og Kristín Norðdahl, dósent í náttúrufræðimenntun.
Þróunarhringurinn
Þróunarhringurinn er sóttur í smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.
„Það er svo gaman að vinna með börnum: Að fá að heyra hugmyndir þeirra og fylgjast með þeim. Að sjá hvernig þau uppgötva heiminn og heyra, meðal annars í orðræðu þeirra, hugmyndum og skoðunum um það sem verður á vegi þeirra. Börn hafa margar mismunandi leiðir til að skilja heiminn, til að kanna heiminn og til að tjá sig um það sem þau upplifa“.
Anna Sofia WahlströmLeikskólakennari í Reykjanesbæ og annar tveggja kennara námskeiðsin
Í hnotskurn
- Lotur 0
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi