Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Maí 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Stærðfræði og forritun
Í fyrstu lotu námskeiðsins er farið yfir skipulag og efni námskeiðsins í grófum dráttum. Þátttakendur vinna verkefni sem varðar efni námskeiðsins. Rætt verður um hugtakið námssamfélag og hvað felst í því. Einnig verður rætt um hvað felst í því að vera leiðtogi meðal jafningja. Þátttakendur skoða Canvas vefinn saman og kynnast þróunarhringnum.
-
2. lota / Þróunarhringur 1 - Forritun
Sagt verður frá forritunarkennslu í skólum og einnig er gefið sögulegt yfirlit yfir forritun í skólum. Kynnt verða nokkur forritunarhugtök og farið yfir ferli forritunar.
-
3. lota / Þróunarhringur 2 - Kennt með forritun
Í þessum þróunarhring er sagt frá hvernig hægt er að útfæra forritun í kennslu. Farið er yfir hvernig best er að skipuleggja og framkvæma kennsluna og nefnd dæmi um ólíkar leiðir til þess.
-
4. lota / Þróunarhringur 3 - Forritað með stærðfræði
Fjallað verður um tengslin milli forritunar og stærðfræði. Jafnvel þó verið sé að forrita eitthvað sem er ekki tengt stærðfræði er hægt að nota stærðfræði við forritunina og ræða um stærðfræði í tengslum við hana.
-
5. lota / Þróunarhringur 4 - Forritað í stærðfræði
Síðasti þróunarhringurinn fjallar um hvernig hægt er að nota forritun til að leysa stærðfræðiverkefni og kanna nýjar stærðfræðilegar hugmyndir.
-
6. lota / Lokalota og samantekt
Þátttakendur segja frá hvernig gekk að vinna með efni síðasta þróunarhrings 4 í skólunum. Litið verður yfir farin veg og skoðað hvernig vinna vetrarins gekk í skólunum og draga fram það sem vel var gert. Síðan verður litið fram á veginn og þátttakendur ígrunda hver verða næstu skref hjá þeim og þeirra námssamfélögum.