Markmið námskeiðsins er að styðja þátttakendur við að verða leiðtogar í sínum leikskóla og leiða samstarfsfólk sitt við að efla faglegt námssamfélag með umræðum um stærðfræðinám barnanna. Hér má sjá þriggja mínútna myndband um námskeiðið.
Þátttakendur kynnast sex grunnþáttum um þróun stærðfræðiskilnings sem Alan J. Bishop setur fram og kynnast sérstaklega þáttunum leikur og útskýringar barna. Þar að auki er farið vel í mikilvægi skráninga og hvernig þær styðja við áframhaldandi stærðfræðinám barna í leikskóla.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
- Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin leikskóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
- Nýtt lesefni og hugmyndir að viðfangsefnum tengdum stærðfræðinámi með samstarfsfólki og börnum
- Leitt vinnu samstarfsfólks við skráningar á vinnu barna á fjölbreyttan hátt
- Stutt samstarfsfólk við að skoða leik og útskýringar barna með stærðfræðigleraugum
Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?
Námskeiðið er fyrir leikskólakennara. Mælt er með því að hver leikskóli sendi 1-2 kennara á námskeiðið.
Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.
Skráning hefst 17. maí 2021.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Námskeiðið er í sex lotum skólaárið 2021-2022. Hver lota er sex klukkustundir að lengd. Þátttakendur geta ýmist mætt á staðinn eða tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af samtalinu og vinnunni í leikskólunum frá síðustu lotu. Leiðtogar halda að jafnaði tvo vinnufundi með samstarfsfólki á milli lota.
Dag- og tímasetningar kennslulotanna:
2021
Mánudagur 4. október kl. 9-12
Þriðjudagur 2. nóvember kl. 9-12
Miðvikudagur 8. desember kl. 9-12
2022
Fimmtudagur 20. janúar kl. 9-12
Miðvikudagur 2. mars kl. 9-12
Mánudagur 11. apríl kl. 9-12
Leiðtogar reikni með svigrúmi til að sækja námslotur sem og að styðja við þróun námssamfélaga í leikskólanum sínum.
Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd, með góðfúslegu leyfi Skolverket.
Þróunarhringurinn
Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla
Jónína Vala Kristinsdóttir, dósent í stærðfræðimenntun og Margrét S. Björnsdóttir, aðjunkt, báðar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Valdís Ingimarsdóttir, leikskólakennari.



Í hnotskurn
- Lotur 0
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2022
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi