Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Maí 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
Í fyrstu lotu námskeiðsins er farið yfir skipulag og efni námskeiðsins í grófum dráttum. Þátttakendur vinna verkefni sem varðar efni námskeiðsins. Rætt verður um hugtakið námssamfélag og hvað felst í því. Einnig verður rætt um hvað felst í því að vera leiðtogi meðal jafningja. Þátttakendur skoða Canvas vefinn saman og kynnast þróunarhringnum.
-
2. lota / Þróunarhringur 1 - Skipulagning rýmis
Í þessum þróunarhring er skoðað hvernig stærðfræðilegu viðfangsefnin að hanna og staðsetja gefa börnum tækifæri til þess að skilja og hlutbinda rýmið í kringum sig. Gefin eru dæmi um hvernig stærðfræðileg viðfangsefni geta verið í forgrunni þegar leikskólakennarinn tekur þátt í kennslu þar sem markmið barnanna er að leysa vandamál eða þraut. Markmið þessa þróunarhrings er að gefa yfirsýn yfir þau stærðfræðilegu viðfangsefni sem Bishop nefndi að staðsetja og hanna.
-
3. lota / Þróunarhringur 2 - Að staðsetja
Stærðfræðilega viðfangsefnið að staðsetja fjallar um það hvernig börn skilja og tjá staðsetningu á þeim sjálfum og hlutum í samhengi við umhverfið. Tjáningin getur hvort sem er verið með orðum eða athöfnum. Kynntar verða hugmyndir Bishops um stærðfræðilega viðfangsefnið að staðsetja sem fjallar um það að rannsaka og staðsetja sig í rými og umhverfi. Markmið þessa þróunarhrings er að leggja áherslu á stærðfræðilega viðfangsefnið að staðsetja.
-
4. lota / Þróunarhringur 3 - Hönnun
Stærðfræðilega viðfangsefnið að hanna fjallar um það að skoða og breyta formi og tilgangi hluta. Hönnunarferli hefst með hugmynd um hvernig ákveðinn hlutur eigi að nýtast eða virka. Markmið þessa þróunarhrings er að leggja áherslu á hvers vegna það að hanna er stærðfræðilegt viðfangsefni og hvernig það gefur tækifæri til þess að greina, tjá, rannsaka og nota form
-
5. lota / Þróunarhringur 4 - Skráning og eftirfylgni
Í þessum þróunarhring skoðum við aftur hlutverk skráningar í leikskólanum. Í þetta sinn er lögð áhersla á hvernig hægt er að skrá þátttöku barna í stærðfræðilegum viðfangsefnum til að ögra tilgátum-í-athöfn. Gefnar eru vísbendingar um hvað börn vita og geta með tilliti til stærðfræðilegu viðfangsefnanna að leika, útskýra, staðsetja og hanna. Markmið þessa þróunarhrings er að leggja áherslu á hlutverk skráningar fyrir undirbúning leikskólakennarans og þeirra námstækifæra sem hann skipuleggur.
-
6. lota / Lokafundur og samantekt
Þátttakendur segja frá hvernig gekk að vinna með efni síðasta þróunarhrings 4 í skólunum. Litið verður yfir farin veg og skoðað hvernig vinna vetrarins gekk í skólunum og draga fram það sem vel var gert. Síðan verður litið fram á veginn og þátttakendur ígrunda hver verða næstu skref hjá þeim og þeirra námssamfélögum.