Stærðfræðinám og upplýsingatækni á miðstigi

Free
179718454_465658444665281_6992166883590037280_n

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að styrkja stærðfræðileiðtoga við að leiða hóp samkennara sinna í að efla faglegt námssamfélag með samræðum um stærðfræðinám- og kennslu á miðstigi. Hér er þriggja mínútna myndband sem kynnir námskeiðið

Á námskeiðinu verður sjónum sérstaklega beint að notkun og möguleikum upplýsingatækni fyrir stærðfræðikennara á miðstigi.  Fjallað verður um hvernig hægt er að nota greiningalykla til að meta forrit í stærðfræðinámi og kynntar verða hugmyndir að forritum til að gera stærðfræðikennsluna myndrænni og fjölbreyttari. Auk þess verða skoðuð verkfæri sem nemendur geta notað í námi sínu, bæði sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.  

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
 • Nýtt lesefni og hugmyndir að viðfangsefnum tengd upplýsingatækni í stærðfræði með samkennurum og nemendum
 • Nýtt greiningarlykla til að meta forrit í stærðfræðinámi
 • Stutt nemendur í að nýta verkfæri í námi sínu, sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir stærðfræðikennara á miðstigi grunnskóla. Mælt er með því að frá hverjum skóla séu tveir leiðtogar þátttakendur á námskeiðinu. En ef aðstæður bjóða ekki upp á það er hvatt til samstarfs milli skóla,
sem ýmist gæti verið í nærsamfélagi skólanna, innan sama sveitarfélags,
svæðis og/eða hverfis eða landshorna á milli.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst þann 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Þátttakendur geta bæði mætt á staðinn eða tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af þróunarhring síðustu lotu. Leiðtogar halda að jafnaði tvo vinnufundi með samkennurum á milli lota.

Dag- og tímasetningar kennslulotanna eru:

2021
Fimmtudagur
9. september kl. 14-17
Fimmtudagur 23. september kl. 14-17
Fimmtudagur 11. nóvember kl. 14-17
2022
Fimmtudagur 20. janúar kl. 14-17
Fimmtudagur 17. mars kl. 14-17
Fimmtudagur 19. maí kl. 14-17

Reikna má með því að leiðtogarnir verji um 50 klukkustundum í heildina yfir veturinn vegna námskeiðsins, í bæði námslotur sem og stuðning við þróun námssamfélaga á hverjum stað. Þeir kennarar sem taka þátt í samtali og þróun breyttra starfshátta geta reiknað með að verja um 25 klukkustundum yfir veturinn.

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd, með góðfúslegu leyfi Skolverket.

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Birna Hugrún Bjarnardóttir, stærðfræðikennari og verkefnisstjóri, Guðbjörg Pálsdóttir, dósent í stærðfræðimenntun, Jónína Vala Kristinsdóttir, dósent í stærðfræðimenntun, allar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Oddný Helga Einarsdóttir kennaranemi og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjunkt við Háskólann á Akureyri.

Ljósmynd í námskeiðslýsingu tók Ingvi Hrannar Ómarsson í Árskóla á Sauðárkróki.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakanda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Notkun upplýsingatækni í stærðfræðinámi

  Fjallað verður um hvernig hægt er að nota upplýsingatækni og tæknibúnað til að sýna lausnir nemenda og skapa umræður þeirra um sameiginleg viðfangsefni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Upplýsingatækni sem öflugt tæki til miðlunar

  Sjónum verður beint að því hvernig upplýsingatækni getur nýst til að styðja við kynningu og miðlun á stærðfræðilegum viðfangsefnum og hvernig hægt er að nýta hana í stærðfræðikennslu.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Greining á stafrænum forritum

  Farið yfir hvernig hægt er að greina stærðfræðiforrit eftir því til hvers þau eru ætluð. Forrit hafa margs konar uppbyggingu og tilgang og því er nauðsynlegt að geta skoðað markvisst hvaða forrit henta við tilteknar aðstæður.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Stafræn tækni og námsmat í stærðfræði

  Stafræn tækni gefur fjölmarga möguleika á að meta stærðfræðinám. Skoðaðar verða nokkrar leiðir og forrit sem henta til námsmats.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Leiðtogar úr grunnskólum og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun stærðfræðikennslu í námssamfélagi að leiðarljósi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free