Menntamálastofnun býður kennurum og öðru starfsfólki innan menntakerfisins tækifæri til starfsþróunar í tengslum við verkefni stofnunarinnar. Meðal annars í tengslum við útgáfu á nýju námsefni, innleiðingu aðalnámskrár og annarrar stefnumótunar, námsmat og notkun prófa og matstækja. Einnig verður skipulögð viðeigandi starfsþróun í tengslum við eftirfylgni ytra mats og niðurstöður innlendra og alþjóðlegra rannsókna og kannana. Starfsþróunin er í formi rafrænna kynninga sem og í námskeiðsformi og verður kynnt á vef Menntamálastofnunar.