Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur efla sig í starfi

Free
Háskóli unga fólksins dagur 1

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar að gefa þátttakendum tækifæri til að efla sig í starfi. Hins vegar að stuðla að því að þátttakendur verði virkir og viðurkenndir í námssamfélögum á sínum starfsvettvangi. Námskeiðið byggist á því að þátttakendur safni að sér hagnýtum hugmyndum og aðferðum til að nýta í starfi með fjölbreyttum hópi barna og ungmenna. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og prófa ýmsar leiðir til að efla sig í starfi og samstarfi. 

Við lok námskeiðs geta þátttakendur 

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og miðlað hugmyndum og aðferðum til jafningja í eigin skóla eða frístundamiðstöð með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.  
 • Gert sér betur grein fyrir stöðu sinni, ábyrgð og hlutverki á vinnustaðnum 
 • Nýtt sér hagnýtar leiðir til að stuðla að þátttöku barna og unglinga með ólíkar þarfir 
 • Nýtt sér skapandi og fjölbreyttar leiðir til að takast á við áskoranir og krefjandi aðstæður 
 • Tekið þátt í og mótað samstarf af öryggi á þeim forsendum sem starf þeirra byggir á. 

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?  

Námskeiðið er fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og frístundaleiðbeinendur sem vinna með börnum og unglingum á grunnskólaaldri 

Námskeiðið er sex lotur og hver lota er 2.5 klukkustundir að lengd. Æskilegt er að tveir stuðningsfulltrúar eða frístundaleiðbeinendur frá hverjum starfsstað taki þátt, en það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku. Í helmingi lotanna, taka einnig þátt í námskeiðinu stjórnendur skólans/frístundastarfsins (1. lota) og svo helstu samstarfsaðilar stuðningsfulltrúans (í 1., 5. og 6. lotu). Helsti samstarfsaðili getur verið umsjónarkennari, stjórnandi í skóla, forstöðumaður frístundamiðstöðvar, deildarstjóri eða fagfólk í stoðþjónustu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist við stjórnendur um skráningu á námskeiðið. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað. 

Skráning hefst þann 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram? 

Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum, 2.5 klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðlotum. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu þátttakenda frá því í síðustu kennslulotu.   

Dag- og tímasetningar kennslulotanna eru:

2021
Lota 1
19
. ágúst kl. 8.30-11.00
Lota 2
13
. september kl. 11.30-14.00
Lota 3
4. nóvember kl. 8.30-11.00

2022
Lota 4
10. janúar kl. 11.30-14.00
Lota 5
10. mars kl. 8.30-11.00
Lota 6
16. maí kl. 11.30-14.00

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast þátttakendur við þessi fjögur skref þróunarhrings, með öðrum stuðningsfulltrúum og frístundaleiðbeinendum, sem og samstarfsfólki sínu.

Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi. 

Umsjón og kennsla

Dagný Hauksdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Brekkubæjarskóla, Edda Óskarsdóttir, lektor og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Ívar Orri Kristjánsson tómstunda- og félagsmálafræðingur í Þorpinu og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi og aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x2-3 klst.
 • Hefst: Ágúst 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og/eða í frístundastarfi og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólum og í frístundastarfi. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Að ígrunda hlutverk sitt

  Í lotunni er lögð áhersla á að þátttakendur ígrundi hlutverk sitt í samtali við aðra þátttakendur og kennara námskeiðsins.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Að kynnast börnum og unglingum og ólíkum þörfum þeirra

  Í lotunni verður fjallað um hagnýtar leiðir til að stuðla að þátttöku barna og unglingum með ólíkar þarfir.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Samskipti og tengsl - leikir

  Í lotunni verður fjallað um leiðir til að vinna með og mynda tengsl við börn og unglinga í skóla- og frístundastarfi í gegnum m.a. leiki. Fjallarð verður um leiðir til að takast á við áskoranir og krefjandi aðstæður sem koma upp og tengjast samskiptum barna og unglinga.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Samvinna við samstarfsfólk

  Í lotunni koma saman stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur sem eru þátttakendur námskeiðs, og fagaðilar sem vinna náið með þeim í skólum og/eða í frístundastarfi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun starfshátta í skóla- og frístundaumhverfi að leiðarljósi. Þátttakendur úr hverjum skóla/frístundamiðstöð vinna að sameiginlegum markmiðum fyrir sinn vinnustað og samstarf þeirra á milli.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free