Talaðu við mig: Gæðamálörvun í leikskóla

User Avatar
Free
KRI_leikskoli_200526_008-min

Markmið námskeiðsins eru að styrkja leiðtoga í leikskólastarfi til að leiða hóp samkennara og samstarfsfólks í námssamfélagi, með samræðum um mikilvægi málþroska í leikskóla. Farið verður yfir hvernig börn læra málið og mikilvægi málþroskans fyrir nám og líðan barna. Leiðtogar fá hagnýt verkfæri til að fylgjast með og efla málþroska barna. Gæðamálörvun verður höfð að leiðarljósi og kynntar verða fjölbreyttar aðferðir til að nýta í daglegu starfi með börnum í gegn um leik og lestur.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin leikskóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
 • Haft yfirsýn yfir þróun máls og helstu frávik í málþroska.
 • Nýtt fjölbreyttar aðferðir við eflingu málþroska í daglegu starfi með börnum.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að leiða málræktarstarf í leikskólum. Æskilegt er að hver leikskóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðbundinni kennslu. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt leikskólastarf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í leikskólunum. 

Dag- og tímasetningar kennslulotanna: 

2021
Fimmtudagur 26. ágúst kl. 9-12
Fimmtudagur 23. september kl. 9-12
Fimmtudagur 4. nóvember kl. 9-12

2022
Fimmtudagur 20. janúar kl. 9-12
Fimmtudagur 10. mars kl. 9-12
Fimmtudagur 5. maí kl. 9-12.

Stjórnendur þurfa að tryggja leiðtogum svigrúm til að vinna með samstarfsfólki að starfsþróun innan leikskólans.

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki.  Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Andrea Anna Guðjónsdóttir, leikskólakennari og verkefnastjóri leikskólamála hjá Menntamálastofnun.

Íris Hrönn Kristjánsdóttir, leikskólakennari og sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent í talmeinafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og ráðgjafi hjá Miðju máls og læsis

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: Ágúst 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum leikskóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Málþroski og frávik í máli

  Í lotunni verður farið yfir þætti í þróun málþroska og eflingu hans. Rætt verður um helstu einkenni málþroskaröskunar og fá þátttakendur hagnýt verkfæri til að nýta í daglegu starfi með börnum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Að fylgjast með málþroska

  Markmið lotunnar er að kynna leiðir til að fylgjast með þróun málþroska hjá leikskólabörnum. Þátttakendur fá meðal annars í hendur nýtt tæki til að meta málþroska og nýta í samskiptum við foreldra. Auk þess verður farið yfir önnur aðgengileg skimunar- og matstæki.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Samtal og málörvun

  Í lotunni verður fjallað um mikilvægi málnotkunar og gagnkvæmra samskipta í leikskólastarfi. Samræður verða í brennidepli og skoðað verður hvernig efla má mál í gegnum samtöl í daglegu leikskólastarfi. Þátttakendur æfa leiðir til að örva samræður og félagsleg samskipti við börn og á milli barna í barnahópnum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Markmið og áætlunargerð

  Í lotunni verður rætt um mikilvægi markvissrar vinnu með málið í leikskólanum. Skoðað verður hvernig skipuleggja má starfið á markvissan hátt, setja markmið og fylgjast með árangri. Þátttakendur skoða fjölbreyttar leiðir til að útfæra áætlanir og fá leiðsögn um gerð slíkra áætlana í eigin skóla.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Leiðtogar úr leikskólum og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags í leikskóla sem leggur áherslu á gæðamálörvun.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free