Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Talaðu við mig
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, kynnst hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður efni námskeiðsins kynnt og rætt og sérstaklega um hvað einkennir gæðamálörvun.
-
2. lota / Málþroski og málörvun
lotunni verður farið yfir þætti í þróun málþroska og eflingu hans. Rætt verður um helstu einkenni málþroskaröskunar og fá þátttakendur hagnýt verkfæri til að nýta í daglegu starfi með börnum.
-
3. lota / Að fylgjast með málþroska og bregðast við
Markmið lotunnar er að kynna leiðir til að fylgjast með þróun málþroska hjá börnum. Farið verður yfir aðgengileg skimunar- og matstæki og hvað getur falist í snemmtækri íhlutun. Rætt verður um samstarf innan og utan leikskólans.
-
4. lota / Markmið og áætlanagerð
Í lotunni verður rætt um mikilvægi markvissrar vinnu með málið í leikskólanum. Skoðað verður hvernig skipuleggja má starfið á markvissan hátt, setja markmið og fylgjast með árangri. Þátttakendur skoða fjölbreyttar leiðir til að útfæra áætlanir og fá leiðsögn um gerð slíkra áætlana í eigin skóla.
-
5. lota / Lestur og samræður
Í lotunni verður fjallað um hvernig hægt er að tvinna saman lestur og samræður í leikskólastarfi. Skoðaðar verða aðferðir sem miða að því að efla gæði lestrarstunda og hvernig efla má mál í gegnum samtöl í daglegu leikskólastarfi. Þátttakendur æfa leiðir til að örva samræður og félagsleg samskipti við börn og á milli barna í barnahópnum.
-
6. lota / Talaðu við mig, samantekt og kynning á uppskeru vetrarins
Þátttakendur og kennarar námskeiðsins líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags í leikskóla sem leggur áherslu á gæðamálörvun.