Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Maí 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Grunnhugmyndir sem stærðfræðikennsla bygð á skilningi barna hvílir á. Hlutverk leiðtoga og stuðningur við þróun námssamfélaga
Í fyrstu lotu námskeiðsins er farið yfir skipulag og efni námskeiðsins í grófum dráttum. Þátttakendur vinna verkefni sem varðar efni námskeiðsins. Rætt verður um hugtakið námssamfélag og hvað felst í því. Einnig verður rætt um hvað felst í því að vera leiðtogi meðal jafningja. Þátttakendur skoða Canvas vefinn saman og kynnast þróunarhringnum
-
2. lota / Þróunarhringur 1 - Þrautir tengdar samlagningu og frádrætti
Í þessum fyrsta þróunarhring er lögð áhersla á að kennarar læri að þekkja fjóra grunnflokka þrauta sem tengjast samlagningu og frádrætti og hvernig börn skilja þær. Mikilvægt er að kennarar þekki muninn á ólíkum tegundum þrauta og geti valið þraut sem hentar að vinna með nemendum á ólíkum tímum. Kennarar þurfa líka að öðlast öryggi í að semja sjálfir þrautir af mismunandi gerð.
-
3. lota / Þróunarhringur 2 - Lausnaleiðir í samlagningu og frádrætti
Í þróunarhring 2 er fjallað um lausnaleiðir sem nemendur nota til að leysa samlagningar- og frádráttardæmi sem fjallað var um í fyrsta þróunarhring. Skoðað er hvernig lausnaferli nemenda þróast með aukinni reynslu og þekkingu þeirra. Sjónum er líka beint að þeim upplýsingum sem kennarar geta fengið um talnaskilning nemenda sinna með því að skoða lausnaleiðir þeirra.
-
4. lota / Þróunarhringur 3 - Margföldun og deiling: Þrautagerðir og lausnaleiðir
Í þróunarhring 3 er fengist við þrautagerðir um margföldun og deilingu og hvernig nemendur takast á við þær. Þrautum tengdar margföldun og deilingu er hægt að skipta í þrjá flokka og er mikilvægt að kennarar þekki muninn á þeim.
-
5. lota / Þróunarhringur 4 - Tugakerfið og reikningur með háum tölum
Í þróunarhring 4 er er unnið með þrautir með fjölstafa tölum. Skoðað er hvernig nemendur nálgast verkefnin og lausnaleiðir þeirra skoðaðar og greindar. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að styðja nemendur við að þróa reiknirit sín og styrkja talna- og aðgerðaskilning sinn. Einnig er talað um leiðir til að hvetja nemendur til að tjá sig um lausnaleiðir sínar og þróa skráningu á þeim
-
6. lota / Samantekt og umræður um næstu skref í námssamfélögunum í skólunum
Þátttakendur segja frá hvernig gekk að vinna með efni síðasta þróunarhrings (nr. 4) í skólunum. Litið verður yfir farin veg og skoðað hvernig vinna vetrarins gekk í skólunum og draga fram það sem vel var gert. Síðan verður litið fram á veginn og þátttakendur ígrunda hver verða næstu skref hjá þeim og þeirra námssamfélögum.