Tungumál og tjáning í náttúruvísindum

Free
23926647_10154792740755728_3657771695307646075_o

Markmið námskeiðsins er að búa til vettvang þar sem náttúruvísindakennarar í framhaldsskólum hafa tækifæri til að greina, skoða og efla þátt tungumáls og tjáningar í námi í náttúruvísindum á framhaldsskólastigi. Þátttakendur skoða eftir því sem aðstæður leyfa möguleika á að vinna með öðrum kennurum að verkefnum námskeiðsins, ýmist innan skóla eða úr öðrum skólum.  

Notkun tungumáls og læsi í víðum skilningi er mikilvægur þáttur í námi í náttúruvísindum á öllum skólastigumFjallað verður um merkingu hugtaksins læsis í þessu samhengi, sérstöðu náttúrufræða varðandi notkun tungumálsins og hinn sérhæfða orðaforða sem náttúruvísindin búa yfir

Þátttakendur kynna sér kennsluaðferðir sem hafa það að markmiði að efla skilning á orðaforða náttúruvísindanna og efla færni í margvíslegri notkun vísindalegs orðfæris. Kennsluaðferðirnar tengjast til dæmis orðanotkun, lestri, ritun og umræðumÞátttakendur skoða leiðir til að þróa eigin kennslu í ljósi hugmynda um tungumál, læsi og náttúrufræðimenntun og huga einnig að hlutverki námsmats í því samhengi 

Námskeiðið er sótt í smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýtt með góðfúslegu leyfi.  

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Kynnt meginhugmyndir um tungumál og læsi í tengslum við náttúrufræðimenntun. 
 • Metið stöðu og þarfir nemenda hvað varðar læsi á sviði náttúrufræða. 
 • Valið á milli ólíkra kennsluaðferða og námsmatsaðferða við náttúrufræðikennslu sem taka tillit til og auka læsi nemenda á afmörkuðum sviðum.
 • Gegnt hlutverki leiðtoga og tekið þátt í og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla eða þvert á skóla, með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir framhaldsskólakennara í náttúruvísindum svo sem líffræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðvísindum.

Skráning hefst 27. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið fer fram í sjö lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðlotum en þátttaka með fjarfundarbúnaði verður ávallt í boði. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins sem einstaklingar eða í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í framhaldsskólunum frá því í síðustu lotu.

Reikna má með því að þátttakendur verji um 50-70 klukkustundum í heild yfir veturinn vegna námskeiðsins, í námslotur, lestur, athuganir og stuðning við þróun námssamfélaga á hverjum stað.

Dag- og tímasetningar lotanna eru:

2021
Þriðjudagur 31. ágúst kl. 15-18
Fimmtudagur 23. september kl. 15-18
Miðvikudagur 20. október kl. 15-18
Þriðjudagur 30. nóvember kl. 15-18

2022
Miðvikudagur 26. janúar kl. 15-18
Fimmtudagur 3. mars kl. 15-18
Þriðjudagur 5. apríl kl. 15-18

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og/eða samstarfsfólki úr öðrum skólum. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Guðný Guðmundsdóttir, eðlisfræði- og tölvufræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Hanna Sigrún Helgadóttir, efnafræði- og líffræðikennari við Framhaldsskólann á Laugum og Menntaskólann á Akureyri, Haukur Arason, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Súsanna Margrét Gestsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Unnar Arnalds, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 7x3 klst.
 • Hefst: Ágúst 2021
 • Lýkur: Apríl 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota / Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakanda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota / Tungumál, samræður og miðlun í kennslu náttúruvísinda

  Í annarri lotu verða kynntar grundvallarhugmyndir um mikilvægi tungumálsins í náttúruvísindum og hlut tungumáls og tjáningar í náttúrufræðinámi og kennslu. Þátttakendur huga að eigin kennslu í ljósi þessara hugmynda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota / Hversdagslegt tungutak og tungumál náttúruvísinda

  Í þriðju lotu verður fjallað um sérstöðu náttúrufræða varðandi notkun tungumálsins, sérhæfðan orðaforða sem náttúruvísindin búa yfir og þær sérstöku kröfur sem munurinn á náttúruvísindalegri orðræðu og hversdagslegri orðræðu gerir til nemenda í náttúrufræðum. Skoðaðir verða kennslutextar sem nýttir eru við náttúrufræðikennslu í framhaldsskólum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota / Lestur og ritun nemenda í náttúruvísindanámi

  Í fjórðu lotu verða kynntar kennsluaðferðir sem byggja á lestri annars vegar og ritun hins vegar og hafa það að markmiði að efla náttúrvísindalegt læsi nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota / Samræður og skipulagðar umræður í náttúruvísindanámi

  Í fimmtu lotu verður hugað að hinu talaða máli og samræðum í náttúrufræðikennslu og kynntar kennsluaðferðir sem byggja á beitingu skipulagðra umræðna sem hafa það að markmiði að efla náttúrvísindalegt læsi nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota / Námsmat í náttúruvísindum sem tekur mið af læsi

  Í sjöttu lotu verður sjónum beint að námsmati og kynntar leiðir til að meta náttúrufræðinám með heildstæðum hætti þannig að námsmatið taki tillit til og hvetji til aukins læsis nemenda á sviði náttúruvísinda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 7. lota / Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun kennslu í náttúrufræðum í námssamfélagi að leiðarljósi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free