Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Mars 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Eflandi starfs- og kennsluhættir í skóla fyrir alla.
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðrum, kynnst hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður farið yfir hvað einkennir farsæl samskipti í teymum og hvaða leiðir hægt er að fara til að skoða og ræða samskipti á vettvangi.
-
2. lota / Gæðamálörvun í fjöltyngdum nemendahóp
Í lotunni verður fjallað um gæðamálörvun í fjöltyngdum nemendahóp.
-
3. lota / Inngildandi tungumálamiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum.
Í lotunni verða inngildandi tungumálamiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum til umfjöllunar
-
4. lota / Jákvæður skólabragur, sjálfsmynd og samstarf.
Í þessari lotu verður fjallað um hugtökin inngildingu og menningarnæmi og tengsl þeirra við jákvæðan skólabrag, samstarf og samskipti. Rýn verður í eigin reynslu þátttakenda og niðurstöður rannsókna um þátttöku, líðan og árangur nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þátttakendur ígrunda hvers konar samskipti og tengsl á milli barna og fullorðinna eru líkleg til að ýta undir sterkari sjálfmynd allra barna og þá tilfinningu þeirra að þau tilheyri en það hefur bein áhrif á árangur þeirra og líðan.
-
5. lota / Viðhorf, gildi og málstefnur
Í fimmtu lotu rýnum við eigin hugmyndir og viðhorf til tungumála. Veltum fyrir okkur aðgengi að íslensku málumhverfi og í hvaða tungumálaheimi við lifum. Skoðum opinberar málstefnur og mátum við skólasamfélagið okkar. Hvernig endurspeglar skólinn samfélagið og samfélagið skólann? Hvað einkennir málsamfélag og málumhverfi barna á Íslandi í dag? Hvert viljum við stefna? Þarf eitthvað að breytast? Hvaða leiðir eru færar?
-
6. lota/ Allir eru tungumálakennarar: Kennsluaðferðir sem stuðla að (tungumála)námi þátttöku og vellíðan.
Fjöltyngi hefur áhrif á nám, námsárangur og vellíðan. Færni í skólamáli veitir nemendum aðgang að menntun og tækifæri til að taka þátt í skólastarfinu. Fjöltyngdir nemendur hafa sjaldnast sömu tækifæri og eintyngdir jafningjar þeirra, nema ákveðinn stuðningur sé til staðar til að efla nám þeirra. Kennsluaðferðir sem stoðgrindur, eða svokölluð “vinnupallaaðferð”, notkun erlendra móðurmála nemenda í námi, krosstynging í kennslustofu, markviss vinna við að efla jákvæða meðvitund um tungumál, markviss kennsla og þjálfun námsaðferða, og fleiri, geta bætt aðgengi fjöltyngdra nemenda að námi á sanngjarnan hátt og valdefla þá til að byggja á fjöltyngdum sjálfsmyndum sínum og tungumálaforða. Valdefling nemenda til að nýta sér tungumálaforða sinn í náminu eykur tækifæri þeirra til að hafa samskipti og taka þátt í skólastarfi. Þessar aðferðir geta verið sérstaklega gagnlegar fyrir nemendur sem nýfluttir eru til landsins.