Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Inngildandi og tungumálamiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum - Íslenska sem annað mál
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðrum, kynnst hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður fjallað um inngildandi kennsluhætti, íslensku sem annað tungumál og leiðir til að koma til móts við mismunandi námsþarfir í fjölbreyttum nemendahópi.
-
2. lota / Að fá innflytjendur eða flóttamenn í hópinn
Í lotunni verður fjallað um rannsóknir, menningarleg og trúarleg atriði sem skipta máli í fjölmenningarlegum kennslustofum.
-
3. lota / Viðhorf, gildi og kennsla viðkvæmra málefna eða álitamála
Í lotunni verða skðaðar gagnreyndar leiðir til að fjalla um viðkvæm mál eða álitamál í fjölbreyttum nemendahópi og hvernig nauðsynlegt er að greina viðhorf og gildi bæði kennara og nemenda í þeim aðstæðum.
-
4. lota / Öll eru tungumálakennarar: Kennsluaðferðir sem stuðla að (tungumála)námi, þátttöku og vellíðan nemenda.
Rifjað verður upp það sem fjallað var um á haustdögum, námsumhverfi nemenda verður skoðað og hugað að því að þekkja og geta beitt árangursríkum kennsluaðferðum sem stuðla að réttlæti og jafnræði fyrir alla.
-
5. lota / Jákvæður skólabragur, sjálfsmynd og samstarf.
Í fimmtu lotu verður fjallað um mikilvægi þess að efla félagsleg tengsl nemenda og hlutverk sjálfsmyndar í námi og þroska nemenda og hvernig nota má þessa þætti til að stuðla að jákvæðum skólabrag sem styður við fjöltyngi og menningu nemenda. Skoðað verður hvernig þessir félagslegu þættir hafa síðan áhrif á nám nemenda í víðu samhengi og hvernig kennarar geta ýtt undir áhugahvöt og virkni nemenda.
-
6. lota/ Uppskeruhátíð: Menntabúðir
Í síðustu lotu námskeiðsins deila þátttakendur reynslu sinni af starfi vetrarins í málstofum og huga að framhaldinu í sínum skólum.