Undur náttúruvísinda í námi yngri barna
Í hnotskurn
- Lotur 0
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: September 2021
- Lýkur: Maí 2022
- Gjöld: 0
- Gjöld: 0 kr. nema annað sé tekið fram
-
1. lota Leiðtogar og námssamfélög
Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.
-
2. lota Mikilvægi þekkingar og samræðna um náttúruvísindi
Í þessari lotu verður fjallað um mikilvægi þekkingar í náttúruvísindum fyrir börn í lífi og starfi sem og leiðir til að byggja undir hæfni nemenda í samræðum um náttúruvísindi
-
3. lota Verklegar athuganir með ungum nemendum
Í þessari lotu verður fjallað um framkvæmd verklegra athuganna með ungum nemendum, skráningu ferla og samræður um niðurstöður
-
4. lota Hugtök, líkön og kenningar í náttúruvísindakennslu
Í þessari lotu verður fjallað um hvernig við notum hugtök, líkön og kenningar náttúruvísindanna til að lýsa og skýra tengsl í náttúrunni sem og samfélaginu.
-
5. lota Hlutverk tungumálsins í náttúruvísindakennslu
Í þessari lotu verður fjallað um hlutverk tungumálsins í náttúruvísindakennslu með ungum nemendum.
-
6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu
Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags í grunnskóla sem vill efla náttúruvísindakennslu ungra nemenda.