Undur náttúruvísinda í námi á yngsta stigi

Free
Pöddulíf í Elliðaárdal

Markmið námskeiðsins er styrkja leiðtoga í grunnskólum við að leiða hóp samkennara í  námssamfélagi með samræðum um náttúrufræðinám á yngsta stigi grunnskólans. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og prófa leiðir til að efla hæfni nemenda sinna í náttúruvísindum og skoða hvernig nemendur nálgast þau á fjölbreyttan hátt. Á námskeiðinu er unnið með hugtök og orðaforða náttúruvísindanna og þátttakendur fá hugmyndir og tillögur að því hvernig vinna má markvisst með samtöl og umræður nemenda. Þátttakendur og kennarar munu skoða sérstaklega hvernig vinna má með verklegar athuganir og leiðir fyrir nemendur að skrá niðurstöður úr þeim.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur 

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
 • Unnið með verklegar athuganir í kennslu
 • Leitt þróun kennslu náttúruvísinda á yngsta stigi
 • Notað markvissar leiðir við samtöl og umræður nemenda
 • Skipulagt vinnu þar sem nemendur skrá niðurstöður með fjölbreyttum hætti
 • Unnið með hugtök og orðaforða náttúruvísinda

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?  

Námskeiðið er fyrir kennara á yngsta stigi grunnskóla sem áhuga á að þróa námssamfélag innan skólans með áherslu á náttúruvísindakennslu yngstu nemenda. Mælt er með því að hver skóli hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst þann 17. maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?  

Námskeiðið fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Þátttakendur geta bæði mætt á staðinn eða tekið þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Á milli lota vinna þátttakendur með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólunum frá síðustu lotu.  Leiðtogar halda að jafnaði tvo vinnufundi með samkennurum á milli lota.

Dag- og tímasetningar lotanna:
2021
Fimmtudagur 9. september kl. 14-17
Fimmtudagur 23. september kl. 14-17
Fimmtudagur 11. nóvember kl. 14-17

2022
Fimmtudagur 20. janúar kl. 14-17
Fimmtudagur 17. mars kl. 14-17
Fimmtudagur 19. maí kl. 14-17

Reikna má með því að leiðtogarnir verji um 50 klukkustundum í heildina yfir veturinn vegna námskeiðsins, í bæði námslotur sem og stuðning við þróun námssamfélaga á hverjum stað. Þeir kennarar sem taka þátt í samtali og þróun breyttra starfshátta geta reiknað með að verja um 25 klukkustundum yfir veturinn.

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd, með góðfúslegu leyfi Skolverket.   

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari í Reykjanesbæ, Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent í náttúrufræðikennslu, Hrönn Pálmadóttir, dósent í menntunarfræði ungra barna, Kristín Norðdahl, dósent í náttúrufræðimenntun og Svava Pétursdóttir, lektor í menntunarfræðum yngri barna með áherslu á upplýsingatækni og náttúrufræðikennslu, allar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 

 

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Mikilvægi þekkingar og samræðna um náttúruvísindi

  Í þessari lotu verður fjallað um mikilvægi þekkingar í náttúruvísindum fyrir börn í lífi og starfi sem og leiðir til að byggja undir hæfni nemenda í samræðum um náttúruvísindi

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Verklegar athuganir með ungum nemendum

  Í þessari lotu verður fjallað um framkvæmd verklegra athuganna með ungum nemendum, skráningu ferla og samræður um niðurstöður

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Hugtök, líkön og kenningar í náttúruvísindakennslu

  Í þessari lotu verður fjallað um hvernig við notum hugtök, líkön og kenningar náttúruvísindanna til að lýsa og skýra tengsl í náttúrunni sem og samfélaginu.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Hlutverk tungumálsins í náttúruvísindakennslu

  Í þessari lotu verður fjallað um hlutverk tungumálsins í náttúruvísindakennslu með ungum nemendum.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Þátttakendur og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun námssamfélags í grunnskóla sem vill efla náttúruvísindakennslu ungra nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free