Vellíðan, seigla og sjálfsmynd í skóla- og frístundastarfi

Free
1920_KRI_huf1_190611_043-min

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að styrkja leiðtoga í skóla- og frístundastarfi við að leiða hóp jafningja í námssamfélagi. Leiðarljós námskeiðsins er vellíðan á breiðum grundvelli með heilsueflingu sem grunnstef.

Stuðst er við námsefni þar sem þátttakendur kynnast mismunandi verkfærum og leiðum til að hlúa að góðri líðan og heilsu allra í skólasamfélaginu. Byggt er á aðferðum UPRIGHT verkefnisins sem er samevrópskt verkefni styrkt af Horizon 2020, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. UPRIGHT verkefnið hefur það markmið að þjálfa seiglu nemenda til að auka vellíðan nemenda, starfsfólks skóla, foreldra og annarra sem tilheyra skólasamfélaginu. Verkefnið samanstendur af fjórum meginþáttum sem eru: Núvitund, bjargráð, sjálfstraust og félags- og tilfinningahæfni. Að auki verður notast við efni úr öðrum þáttum heilsueflingar, sérstaklega þeim er snúa að fæðuvali og hreyfingu. Þannig er námskeiðið góður stuðningur við grunnstoðina Heilbrigði og velferð í Aðalnámskrá, í takt við Menntastefnu 2030 og Heilsueflandi verkefni Embættis landlæknis.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla eða frístundastarfi með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti og starfsumhverfi, tengt heilsueflingu og vellíðan
 • Þekkt mikilvægi seiglu, heilsueflingar og vellíðunar fyrir alla sem standa að skólastarfinu
 • Nýtt verkfæri úr UPRIGHT-verkefninu á sviði núvitundar, bjargráða, sjálfstrausts og félags- og tilfinningahæfni og fleiri heilsueflandi verkefnum

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla, tómstunda- og félagsmálafræðinga og starfsfólk í frístundastarfi sem hefur áhuga á að þróa námssamfélag innan síns skóla eða frístundastarfs, með áherslu á vellíðan og heilsueflingu. Mælt er með því að hver skóli eða stofnun hafi tvo leiðtoga á námskeiðinu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist um skráningu við sína stjórnendur. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst þann 17. maí. 

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Námskeiðið fer fram rafrænt í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2021-2022. Skoðað verður með þátttakendum hvort tækifæri gefist á staðlotum. Á milli lota vinna leiðtogar með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólanum og frístundastarfinu. 

Dag- og tímasetningar lotanna:

2021
Fimmtudagur 2. september kl. 14-17
Fimmtudagur 23. september kl. 14-17 
Fimmtudagur 11. nóvember kl. 14-17 

2022

Fimmtudagur 20. janúar kl. 14-17 
Fimmtudagur 17. mars kl.14-17 
Fimmtudagur 19. maí kl. 14-17

Þróunarhringur fléttast saman við daglegt starf

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, Unnur Björk Arnfjörð Jóhönnudóttir verkefnastjóri, Bryndís Jóna Jónsdóttir aðjunkt, Ingibjörg Kaldalóns lektor, Viktoría Unnur Viktorsdóttir verkefnisstjóri og Ragnheiður Júníusdóttir aðjunkt. 

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Maí 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota / Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla, félagsmiðstöð eða frístundaheimili og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja á eigin vinnustað. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota / Hreyfing í daglegu skóla- og frístundastarfi

  Lýsing væntanleg.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota / Fæðuval - tenging við vellíðan

  Í þessari lotu er fjallað um fæðuval og vellíðan. Rætt er hvernig matur hefur áhrif á líðan og líðan á fæðuval og hlutverk skólans í því samhengi. Þá verður einnig skoðað hvernig má tengja fæðutengd verkefni í skólastarfi – bæði gegnum námsefni og matartímann – við núvitund, félagslega seiglu, valdeflingu og sjálfstraust.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota / Úr smiðju UPRIGHT: Núvitund og bjargráð

  Í þessari lotu er fjallað um núvitund og þá fjóra færniþætti sem eflast ef lögð er rækt við núvitund í skóla- og frístundastarfi. Fjallað verður um bjargráð og að takast á við mótlæti. Með lausnamiðuðum aðferðum geta ungmenni aðlagað sig betur í sálfræðilegu tilliti.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota / Úr smiðju UPRIGHT: Sjálfstraust og félags- og tilfinningafærni

  Í þessari lotu er fjallað um sjálfstraust og félags- og tilfinningahæfni. Markmið kennslu um sjálfstraust er að bæta trú nemenda á eigin getu. Fjallað verður um það hvernig félags- og tilfinningafærni bætir félagslega hegðun á borð við góðvild, samkennd og að deila reynslu og hvernig félags- og tilfinningahæfni breytir viðhorfi nemenda til skólans, dregur úr depurð og minnkar streitu.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Leiðtogar af námskeiði og kennarar líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með vellíðan og seiglu í námssamfélagi að leiðarljósi.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free