Opna Menntafléttan

Opinn námskeiðsvefur

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum Canvas vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang og þá fá þau sent boð í tölvupósti með slóð inn á námskeiðið. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi vel leiðbeiningar á námskeiðsvefnum og horfi á kynningarmyndbönd sem þar er að finna. Á námskeiðsvefnum má meðal annars finna leiðbeiningar um hvernig best er að skipuleggja tíma til samstarfs og sagt frá mikilvægi þess að fylgja skrefum þróunarhringsins sem öll námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á.

Helstu áherslur

Eitt af markmiðum Opnu Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög á vinnustöðum þátttakenda. Hugmyndafræði og uppbygging námskeiða Opnu Menntafléttunnar byggja á rannsóknum á farsælli starfsþróun:

·  að starfsþróun spretti úr önn daglegs starfs og raunhæfum viðfangsefnum

·  að starfsþróun byggi á stöðugum samskiptum og samræðu milli fagfólks

·  að sameiginleg starfsþróun margra á sama vinnustað skili meiri árangri en þegar hún er bundin við einstaklinga.

Samstarf á vettvangi

Námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á að starfsfólk á vettvangi vinni saman að breyttum starfsháttum yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár án aðkomu utanaðkomandi kennara. Með þátttöku í námskeiði Opnu Menntafléttunnar skapar hópur starfsfólks sér tækifæri til að efla umræður um og auka þekkingu sína á viðfangsefni námskeiðsins. Í samráði við stjórnendur finnur hópurinn sér tíma og rými til að þátttöku í námskeiðinu og samstarfs innan námssamfélagsins. Þannig styrkist námssamfélag starfsfólks og verður mikilvægur liður í starfsþróun innan stofnunarinnar. Yfirleitt halda einn til tveir starfsmenn utan um samstarfið og eru þá leiðtogar meðal jafningja. Talað er um að starfsfólk sé að styrkja námssamfélag sitt þegar það vinnur saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn til að auðga starf sitt. Viðfangsefni námskeiðanna eru fléttuð inn í daglegt starf þátttakenda og fest í sessi með því að námssamfélög þeirra fylgja

einföldum þróunarhring í fjórum skrefum.

Þróunarhringur

Á námskeiðsvef Opnu Menntafléttunnar er almennt að finna fjóra þróunarhringi. Í hverjum þróunarhring er gert ráð fyrir að hver þátttakandi undirbúi sig undir og taki þátt í umræðum og skipulagningu starfs með börnum sem síðan er metið og ígrundað. 

Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Skráning

Eindregið er hvatt
til þess að þátttakendur skrái sig á námskeiðið í
samráði við
stjórnendur
sína. Það tryggir að stjórnendur séu meðvitaðir um og
samábyrgir fyrir að styðja við þróun námssamfélaga innan stofnana sinna.
 

 

 

Til að byrja með eru 8 námskeið í boði og tengjast þau öll stærðfræðikennslu.
Fleiri námskeið munu bætast við innan skamms. 

Námskeið

Leikskóli:

Stærðfræðin í leik barna

 

Grunnskóli:

Tungumál stærðfræðinnar – yngsta stig

Tungumál stærðfræðinnar – miðstig

Tungumál stærðfræðinnar – unglingastig

Stærðfræðinám og upplýsingatækni – yngsta stig

Stærðfræðinám og upplýsingatækni – miðstig

Stærðfræðinám og upplýsingatækni – unglingastig

 

Framhaldsskóli:

Tungumál stærðfræðinnar – framhaldsskóli

Helsta markmið námskeiðsins er að skilningur starfsmanna í leikskóla á hvað geta talist stærðfræðilegt viðfangsefni aukist. Eftir námskeiðið verði þeir hæfari til að skipuleggja, undirbúa og fylgja eftir vinnu barna í leikskólanum með það að markmiði að hæfni barnanna til að taka virkan þátt í stærðfræðilegum viðfangsefnum aukist.

Þátttakendur kynnast sex grunnþáttum um þróun stærðfræðiskilnings sem Alan J. Bishop setur fram og í þessu námskeiði kynnast þeir sérstaklega þáttunum leikur og útskýringar. Þar að auki er farið vel í mikilvægi skráninga og hvernig þær styðja við áframhaldandi stærðfræðinám barna í leikskóla.   

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í gegnum lestur, vinnu með börnum og umræður um stærðfræðinám barnanna. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samstarfsfólk til að ræða og skipuleggja vinnu barna með áherslu á stærðfræðileg viðfangsefni.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin leikskóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
  • Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum stærðfræðinámi leikskólabarna.
  • Hvernig hægt er að vinna að skráningum um vinnu barna á fjölbreyttan hátt.
  • Hvernig skoða má leik og útskýringar barna með stærðfræðigleraugum.

Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu tungumáls stærðfræðinnar. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og stærðfræði. Áhersla er lögð á málskilning og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) er sérstök áhersla á stærðfræði og tungumál og gert er ráð fyrir að nemendur byggi upp hæfni til að tjá sig um stærðfræði.

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

  • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi stærðfræðikennslu.
  • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.
  • Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.
  • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.

Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu tungumáls stærðfræðinnar. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og stærðfræði. Áhersla er lögð á málskilning og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) er sérstök áhersla á stærðfræði og tungumál og gert er ráð fyrir að nemendur byggi upp hæfni til að tjá sig um stærðfræði.

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

  • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi stærðfræðikennslu.
  • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.
  • Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.
  • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.

Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu tungumáls stærðfræðinnar. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og stærðfræði. Áhersla er lögð á málskilning og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) er sérstök áhersla á stærðfræði og tungumál og gert er ráð fyrir að nemendur byggi upp hæfni til að tjá sig um stærðfræði.

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

  • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi  stærðfræðikennslu.
  • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.
  • Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.
  • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.

Á námskeiðinu verður sjónum sérstaklega beint að notkun og möguleikum upplýsingatækni fyrir stærðfræðikennara á yngsta stigi. Fjallað verður um hvernig hægt er að nota greiningalykla til að meta forrit í stærðfræðinámi og kynntar verða hugmyndir að forritum til að gera stærðfræðikennsluna myndrænni og fjölbreyttari. Auk þess verða skoðuð verkfæri sem nemendur geta notað í námi sínu, bæði sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.  

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til að nýta upplýsingatækni í stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
  • Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum upplýsingatækni í stærðfræði með samkennurum og nemendum.
  • Greiningarlyklum til að meta forrit í stærðfræðinámi.
  • Hvernig styðja má nemendur í að nýta verkfæri upplýsingatækni í námi sínu, sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.

Á námskeiðinu verður sjónum sérstaklega beint að notkun og möguleikum upplýsingatækni fyrir stærðfræðikennara á miðstigi. Fjallað verður um hvernig hægt er að nota greiningalykla til að meta forrit í stærðfræðinámi og kynntar verða hugmyndir að forritum til að gera stærðfræðikennsluna myndrænni og fjölbreyttari. Auk þess verða skoðuð verkfæri sem nemendur geta notað í námi sínu, bæði sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.  

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til að nýta upplýsingatækni í stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
  • Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum upplýsingatækni í stærðfræði með samkennurum og nemendum.
  • Greiningarlyklum til að meta forrit í stærðfræðinámi.
  • Hvernig styðja má nemendur í að nýta verkfæri upplýsingatækni í námi sínu, sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.

Á námskeiðinu verður sjónum sérstaklega beint að notkun og möguleikum upplýsingatækni fyrir stærðfræðikennara á unglingastigi. Fjallað verður um hvernig hægt er að nota greiningalykla til að meta forrit í stærðfræðinámi og kynntar verða hugmyndir að forritum til að gera stærðfræðikennsluna myndrænni og fjölbreyttari. Auk þess verða skoðuð verkfæri sem nemendur geta notað í námi sínu, bæði sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.  

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til að nýta upplýsingatækni í stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
  • Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum upplýsingatækni í stærðfræði með samkennurum og nemendum.
  • Greiningarlyklum til að meta forrit í stærðfræðinámi.
  • Hvernig styðja má nemendur í að nýta verkfæri upplýsingatækni í námi sínu, sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.

Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu hugtakaskilnings í stærðfræði. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og tungumáli stærðfræðinnar. Áhersla er lögð á málþroska og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu.  

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

  • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi stærðfræðikennslu.
  • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.
  • Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.
  • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.