Ráðstefnur og málþing

- árvissir viðburðir

Menntakvika

Menntakvika er stærsta ráðstefna á sviði menntavísinda á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í október árlega og árið 2022 verður hún 6. og 7. október.

Hugarflug

Árleg rannsóknaráðstefna Listaháskóla Íslands. Hugarflug er vettvangur fyrir faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun og arkitektúr. Hugarflug verður 23. september árið 2022. 

Ráðstefnur MSHA

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri stendur fyrir ráðstefnum sem eru ætlaðar kennurum og fagfólki í skólastarfi. 10. september 2022 verður ráðstefnan Læsi fyrir lífið – skilningur, tjáning og miðlun.  

UTÍS

UTÍS-hópurinn stendur fyrir vinnustofum á Sauðárkróki á oddatöluárum og UTÍS á netinu á sléttum ártölum. Árið 2022 fer UTÍS fram dagana 23.–24. september. UTÍS-hópurinn og Ingvi Hrannar Ómarsson kennari fengu hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020.

Skólamálaþing KÍ

Kennarasamband Íslands stendur árlega fyrir glæsilegri dagskrá á alþjóðlegum degi kennara. Dagur kennara er haldinn hátíðlegur þann 5. október ár hvert.

Skólamálaþing sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir Skólamálaþingi annað hvert ár og reglulegum morgunverðarfundum um skólamál þess á milli. 

Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Árlega stendur Rannsóknarstofa í tómstundafræðum fyrir ráðstefnu, ásamt fjölmörgum bandamönnum sínum um metnaðarfullt æskulýðsstarf. Upptökur af ráðstefnum má nálgast hér.

Morgunrabb RannUng

Markmið RannUng er að efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna. Rannsóknarstofan stendur reglulega fyrir morgunverðarfundum fyrir starfsfólk leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.