Ráðstefnur og málþing

- árvissir viðburðir

Menntakvika

Menntakvika er stærsta ráðstefna á sviði menntavísinda á Íslandi. Ráðstefnan er haldin í október árlega og árið 2021 verður hún 15. október.

Hugarflug

Árleg rannsóknaráðstefna Listaháskóla Íslands. Hugarflug er vettvangur fyrir faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun og arkitektúr.

Haust- og vorráðstefna

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri stendur fyrir ráðstefnum sem eru ætlaðar kennurum og fagfólki í skólastarfi.  

UTís

UTÍS-hópurinn stendur fyrir vinnustofum á Sauðárkróki á oddatöluárum og UTÍS á netinu á sléttum ártölum. Árið 2021 fer UTÍS fram dagana 5. og 6. nóvember. UTÍS-hópurinn og Ingvi Hrannar Ómarsson kennari fengu hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020.

Skólamálaþing KÍ

Kennarasamband Íslands stendur árlega fyrir glæsilegri dagskrá á alþjóðlegum degi kennara. Dagur kennara er haldinn hátíðlegur í október ár hvert og árið 2021 verður hann 7. október.

Menntastefnumót

MenntaStefnumótið fór fram 10. maí 2021 og var uppskeruhátíð gróskumikils þróunar- og nýsköpunarstarfs á vettvangi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á vef mótsins má nú nálgast meira en 100 upptökur af frábærum erindum sem gefa innsýn  í skóla- og frístundastarf hjá Reykjavíkurborg.

Skólamálaþing sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir Skólamálaþingi annað hvert ár og reglulegum morgunverðarfundum þess á milli. Næsta Skólamálaþing verður þann 8. nóvember.

Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Árlega stendur Rannsóknarstofa í tómstundafræðum fyrir ráðstefnu, ásamt fjölmörgum bandamönnum sínum um metnaðarfullt æskulýðsstarf. Upptökur af ráðstefnunni 2021 má nálgast hér.

Morgunrabb RannUng

Markmið RannUng er að efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna. Rannsóknarstofan stendur reglulega fyrir morgunverðarfundum fyrir starfsfólk leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.