Sveitarfélög um land allt
Fjölbreytt starfsþróun
Sveitarfélög bjóða upp á margvíslega starfsþróun fyrir kennara og annað starfsfólk innan menntakerfisins. Starfsþróunin er í formi lengri eða skemmri vinnusmiðja, sérsniðinna námskeiða eða þróunarverkefna sem sveitarfélögin styðja við. Þá veita mörg sveitarfélög myndarlega styrki til starfsfólks sem sækir sér viðbótarmenntun, ýmist á framhalds- eða háskólastigi. Samstarf milli háskóla og sveitarfélaga er sífellt að aukast með formlegum samningum um stök eða heildstæð verkefni. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og á öðrum vefsvæðum sveitarfélaganna eru reglulega kynnt námskeið fyrir kennara og starfsfólk í menntakerfinu.
