Efst á baugi

Nýjar greinar

Greinar

Locatify býður Kennurum og nemendum að taka þátt í opnum prófunum

Íslenska fyrirtækið Locatify býður kennurum og nemendum að taka þátt í lokaprófunum á vefkerfi sínu þar sem notendur geta á einfaldan hátt búið til ratleik og snjallleiðsögn og gefið út í TurfHunt snjallsíma appi. Ratleikjakerfið verður opið til 7. febrúar. Til að fá aðgang að kerfinu þarf að skrá sig á www.locatify.com/signup og þar eru frekari leiðbeiningar. Nánari upplýsingar um Locatify eru á www.locatify.com og www.facebook.com/Locatify.  Lesa meira »

Áhugi á forritunarkennslu barna að aukast

Rakel Sölvadóttir hjá Skema var í Íslandi í dag í morgun að tala um forritunarkennslu fyrir krakka. Mikill áhugi er á að kenna krökkum forritun í dag og má t.d. nefna að Eistar eru núna að prófa sig áfram með forritunarkennslu barna frá skólabyrjun og gera ráð fyrir að skylda forritunarkennslu í öllum skólum og á öllum skólastigum á næstu árum. Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) hélt tvær málstofur um forritunarkennslu fyrir börn í lok síðasta árs. Upptökur frá málstofunum eru á vef RANNUM: Upptökur frá fyrri málstofunni eru hér og frá seinni málstofunni hér. Lesa meira »

Google+ samfélög fyrir skólafólk

Sigurður Fjalar Jónsson birtir áhugaverða grein um Google+ samfélög á vef sínum sfjalar.net í dag. Google reynir nú mikið að höfða til skólafólks og telja Google+ vera góðan vettvang fyrir hverskyns samstarf og samskipti tengd menntun. Margir telja Google+ hafa margt framyfir t.d. Facebook, m.a. betri verndun persónulegra upplýsinga, innbyggður stuðningur fyrir myndfundi, betri stuðningur fyrir samstarf frekar en bara samskipti. Sigurður bendir á fjölda áhugaverðra samfélaga sem hafa verið mynduð á Google+. Þar á meðal er íslenskt samfélag um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Það væri áhugavert að vita hvort aðrir hafa sett upp samfélög á Google+ sem tengjast menntun ... Lesa meira »