Starfsþróun er ferli vöxtur fagmennska ferli vöxtur fagmennska ferli vöxtur fagmennska ferli vöxtur fagmennska ferli vöxtur fagmennska
Starfsþróun leiðir til umbóta
Hvað er starfsþróun?
Starfsþróun er samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins. Starfsþróun hefur skýran tilgang og markmið og miðar að því að efla færni og þekkingu starfsfólks skóla og auka gæði í starfi. Hún á sér stað í faglegu lærdómssamfélagi, er augljós og samofin hluti daglegs starfs fagfólks skóla og ber einkenni af menningu samfélags í þróun.
Ávinningur starfsþróunar
Starfsþróun felur meðal annars í sér formlegt nám, innleiðingu í starf á fyrsta starfsári, námskeið, rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunarverkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur, fræðilestur, skólaheimsóknir svo eitthvað sé nefnt. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfsánægju, hefur áhrif á árangur í starfi og minnkar líkur á kulnun eða brotthvarfi kennara úr starfi.
— Skilgreining fengin frá fagráði um símenntun og starfsþróun kennara
Einkenni starfsþróunar
- Kennarar hafa frelsi til athafna og eru hvattir til að laga aðferðir að eigin starfi fremur en að taka þær upp óbreyttar
- Innleiðing breyttra starfshátta tekur mið af aðstæðum og einkennist af tilraunum og nýsköpun
- Fjölbreytt tækifæri til starfsþróunar taka mið af þörfum kennara – ekki er talið árangursríkt að segja kennurum hvað eigi að gera
- Samhengi og þarfir í barna- og ungmennahópnum hafa áhrif á innihald og form starfsþróunar
- Starfsþróun nær yfir langan tíma og felur í sér ígrundun í eigið starf og fagmennsku
- Starfsþróun byggir á samstarfsmiðaðri nálgun
- Allt nám felur í sér óvissu að ákveðnu leyti!
