Tækifæri til starfsþróunar leynast víða

Hvað er að gerast?

Aðilar Menntamiðju standa fyrir fjölbreyttum viðburðum árið um kring. Hægt er að tengjast viðburðadagatali hagaðila hér að neðan. Flestir viðburðir eru opnir öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Áttu rétt á styrk?

Kennarar, kennaranemar og starfsfólk í menntakerfinu geta sótt um styrk í ýmsa sjóði. Sjóðstjórnir meta hvort umsóknir séu styrkhæfar, en hver sjóður hefur sínar reglur sem hann starfar eftir. 

Hægt er að sækja um styrki meðal annars til að fara í námsleyfi, til að standa straum af kostnaði í tengslum við námskeið, til að fara á ráðstefnur innanlands eða erlendis og margt fleira.

Við bendum kennaranemum sérstaklega á að skoða fjölbreytta styrki sem standa þeim til boða.