Menntamiðjan

„Menntamiðja er táknræn fyrir það góða samstarf sem einkennir skólasamfélagið okkar og það er mikill fengur að því að dýrmætar upplýsingar, fróðleikur og miðlun eigi sér nú stað í gegnum einn samstarfsvettvang á vefnum.“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 2021

Menntamiðja spratt upp árið 2010 sem samstarfsvettvangur stofnana og hópa innan skólasamfélagsins. Menntamiðja gegndi því hlutverki að vera umgjörð starfssamfélaga þar sem framsækin grasrótarverkefni blómstruðu. Fjölbreytt torg héldu utan um ólík viðfangsefni kennara og skólafólks og Menntamiðja stóð fyrir viðburðum, deildi þekkingu, var brú milli fræða og framkvæmda og skóp samfélag um skólastarf. Rúmum áratug síðar taka höndum saman níu hagaðilar um endurnýjaða Menntamiðju, sem hvílir á traustum grunni.

Samstarfsverkefni

Skóli og tækni

GERT stendur fyrir grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni. GERT tengir grunnskólanemendur og kennara við atvinnulífið með það að höfuðmarkmiði að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni. Áfram GERT!

Nánar

Komdu að kenna

Komdu að kenna átakið hófst árið 2016 að frumkvæði kennaranema sem vildu vekja athygli á kennarastarfinu og hvetja ungt fólk til að fara í kennaranám. Í dag er Komdu að kenna sameiginleg regnhlíf allra háskólanna sem mennta kennara og kennaranemum fjölgar ár hvert.

Nánar

Verkfærakista Reykjavíkurborgar

Starfsfólk Reykjavíkurborgar í skóla- og frístundastarfi safnar verkfærum í verkfærakistu fyrir alla að njóta. Tólin geta verið verkefni, kveikjur, myndbönd og vefsvæði sem nýtast kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi.

Nánar

Bakhjarl

Í samkomubanninu vorið 2020 opnaði vefsvæði Bakhjarla skóla- og frístundastarfs í samstarfi Heimilis og skóla, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Ævintýralegt safn hagnýtra tengla um nám, kennslu, leik og uppeldi, fyrirlestraröðin Heimilin og háskólinn og greinasafn og upptökur frá fjarmenntabúðum skólafólks. Sjón er sögu ríkari!

Nánar

PISA-könnunin

Menntamálastofnun sér um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð er fyrir alla nemendur í 10. bekk þriðja hvert ár. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs HÍ og Menntamálastofnunar um greiningu gagna og túlkun niðurstaða.

Nánar

Samstarf um drauma

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eiga í formlegu samstarfi um stuðning við innleiðingu menntastefnunnar Látum draumana rætast. Samstarfið birtist í rannsóknum, ráðgjöf, námskeiðum, viðburðum, hugmyndavinnu, nýsköpun og þróun.

Nánar

Viltu vekja athygli á þínu starfssamfélagi?

Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.