Menntarannsóknir og
rannsóknastofnanir

Örar samfélagsbreytingar og fjölþættari verkefni innan skóla kalla á aukna samvinnu milli fagstétta, stofnana og hópa um menntun, þroska og velferð barna og ungmenna. Miklu skiptir að fagfólk úr ólíkum áttum, ásamt öllum hagsmunaaðilum, komi að því að þróa og bæta menntakerfið.

Menntarannsóknir varpa ljósi á hin flóknu öfl náms og kennslu sem móta félagslegan veruleika okkar allra. Slíkar rannsóknir skipta miklu máli til að skapa þekkingu sem renna stoðum undir fagmennsku í skólakerfinu og á sviði uppeldis og mennta. Menntarannsóknir eru forsenda þess að stjórnendur geti tekið upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir varðandi stefnu og daglega framvindu sem skipta samfélagið allt máli.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið annast samskipti við fjölda erlendra stofnana og samtaka á sviði menntamála. Markmið samstarfsins er margþætt en mikilvægt er að það styðji við stefnumótunarvinnu í menntamálum á hverjum tíma, stuðli að myndun tengslanets á ýmsum sviðum og styðji við innleiðingu samstarfsáætlana Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins.

— Skilgreining á menntarannsóknum fengin frá Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Barnabókasetur

Háskólinn á Akureyri

Viltu vekja athygli á þínu starfssamfélagi?

Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.