Menntafléttan

- námssamfélög í skóla- og frístundastarfi

Hvað er Menntafléttan?

Menntafléttan er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir Menntafléttuna um þróun og kennslu um 40 námskeiða sem eru kennurum og starfsfólki í menntakerfinu að kostnaðarlausu. Viðfangsefni námskeiða snerta fjölbreytt svið náms, kennslu, sjálfbærrar þróunar, vellíðunar, frístundastarfs og forystu. Námskeið Menntafléttunnar styðjast við hugmyndafræði leiðtoganáms og styðjast að hluta við námskeið sótt í smiðju Skolverket í Svíþjóð. Hér má sjá yfirlit allra námskeiða og myndbönd um Menntafléttuna.

Fyrir hverja eru námskeiðin?

Menntafléttan er fyrir kennara, starfsfólk og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum, auk listaskólum og frístundastarfi. Rauður þráður Menntafléttunnar er að stuðla að þróun námssamfélaga. Námskeiðin fléttast saman við daglegt starf, innan þess svigrúms sem þátttakendur hafa til starfsþróunar. Kjarni þeirra eru þróunarhringir þar sem þátttakendur fara í gegnum fjögur skref með  samstarfsfólki.

Skráningu er lokið á námskeið sem hefjast haustið 2021 en framboð námskeiða fyrir árið 2022 er í mótun.

Upplýsingar veitir Oddný Sturludóttir, verkefnastjóri Menntafléttunnar / oddnys@hi.is

Hlutverk Menntafléttunnar

  • Efla námssamfélög í skóla- og frístundastarfi um land allt
  • Styðja við samstarf á öllum sviðum menntunar
  • Þróa námskeið sem fléttast saman við daglegt starf 
  • Vinna með leiðtogum af vettvangi við þróun og kennslu námskeiða
  • Styðja við menntastefnu 2030 og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna