Menntafléttan 2022-2023

Hvað og fyrir hverja?

Menntafléttan eru námskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og fagfólk sem starfar við menntun. Rauður þráður hennar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda. Námskeiðin fléttast saman við daglegt starf og viðfangsefni þeirra eru fest í sessi með því að fylgja einföldum þróunarhring, fjórum skrefum sem byggja á rannsóknum á farsælli starfsþróun:

  • að starfsþróun spretti úr önn daglegs starfs og raunhæfum viðfangsefnum
  • að starfsþróun byggi á stöðugum samskiptum og samræðu milli fagfólks
  • sameiginleg starfsþróun margra á sama vinnustað skili meiri árangri en þegar hún er bundin við einstaklinga.

    Yfirlit á námskeiðin 2022–2023

Hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?

Hlutverk stjórnenda er stórt þegar kemur að starfsþróun. Til að námssamfélög blómstri þurfa stjórnendur að setja markmið og móta væntingar um gæði náms, kennslu og starfs. Þeir þurfa einnig að:

  • tryggja stuðning og tíma til ígrundunar og samræðu
  • hvetjasýna áhuga og taka þátt í starfsþróun síns fólks
  • tryggja aðgang að bestu mögulegu þekkingu og góðum verkfærum.

Kennslufræðileg forysta stjórnenda hefur mikil áhrif á gæði náms, kennslu og starfshátta. Það er stjórnenda að tryggja að starfsþróun:

  • beinist að tengslum kennslu og náms nemenda
  • þjóni þörfum bæði kennara og nemenda
  • miði að mörgum námsaðferðum og fjölbreyttum tækifærum til náms.
    (Robinson, 2011).

Lykilþættir námssamfélaga

  • Sameiginleg sýn og gildi um nám og kennslu
  • Gagnrýnin ígrundun í starfi
  • Faglegur stuðningur við þróun starfshátta
  • Dreifð og styðjandi forysta
  • Samstarfsmiðuð menning
  • Traust og starfsánægja.

(Berglind Gísladóttir, Auður Pálsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Birna María Svanbjörnsdóttir, 2019)

Menntafléttan er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands.

Mennta- og barnamálaráðuneytið styrkir Menntafléttuna.

Þróunarhringur

Veggspjald

Hér getur þú nálgast veggspjald Menntafléttunnar til að prenta út og hengja upp í þínu námssamfélagi.