Menntamiðjan

„Menntamiðja er táknræn fyrir það góða samstarf sem einkennir skólasamfélagið okkar og það er mikill fengur að því að dýrmætar upplýsingar, fróðleikur og miðlun eigi sér nú stað í gegnum einn samstarfsvettvang á vefnum.“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 2021

Menntamiðja spratt upp árið 2010 sem samstarfsvettvangur stofnana og hópa innan skólasamfélagsins. Menntamiðja gegndi því hlutverki að vera umgjörð starfssamfélaga þar sem framsækin grasrótarverkefni blómstruðu. Fjölbreytt torg héldu utan um ólík viðfangsefni kennara og skólafólks og Menntamiðja stóð fyrir viðburðum, deildi þekkingu, var brú milli fræða og framkvæmda og skóp samfélag um skólastarf. Rúmum áratug síðar taka höndum saman níu hagaðilar um endurnýjaða Menntamiðju, sem hvílir á traustum grunni.

Hafa samband

Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.

Viltu vekja athygli á þínu starfssamfélagi?

Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.